Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

128. fundur 07. október 2019 kl. 09:15 - 14:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Faxaflóahafnir - merkingar

1909202

Bréf Faxaflóahafna dags. 12. sept. sl. varðandi tillögu að samræmdum merkingum við hafnarsvæðin.
Lagt fram til kynningar.

2.Snjómokstur

1910039

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að framlengja samning við Skófluna hf, um eitt ár. Samningstimi verður frá 1. nóvember 2019 til 1. maí 2020.

3.Þétting byggðar - uppkaup

1910038

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, fór yfir hugmyndir um þéttingu byggðar á Akranesi. Ennfremur voru ræddar tillögur um uppkaupasjóð á vegum Akraneskaupstaðar.

4.Langasandsreitur - uppbygging

1901196

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fór yfir drög að áfangaskiptingu við Langasandsreit. Samþykkt að gerð verði lóðarblöð fyrir lausar lóðir við Suðurgötu og Mánabraut.

5.Götulýsing - rekstur, viðhald og endurnýjun hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni

1909175

Erindi Samtaka iðnaðarins um viðhald og endurnýjun götulýsingar á Akranesi.
Lagt fram til kynningar.

6.Beykiskógar 17 - umsókn til skipulagsfulltrúa

1909279

Sótt er um að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi og leyfa stigahúsum að ná út fyrir byggingarreit, umfram 1,8 m.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að fram fari grenndarkynning á breytingu á deiliskipulagi skógarhverfis 1.áfanga þar heimilt er að fara lengra en 1,8 m útfyrir byggingarreit með stigarhúsið.
Grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir Beykiskógum 16, Viðjuskógum 3 og Seljuskógun 20.

7.Vesturgata 24b - Ósk um breytta innkeyrslu

1910040

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingafulltrúa að ræða við nærliggjandi lóðarhafa.

8.Umhverfisviðurkenningar - tilnefningar 2019

1908342

Ása Katrín Bjarnadóttir og Sindri Birgisson taka sæti undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisráð tók fyrir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga 2019.

Skipulags- og umhverfisráð ákvað að veita viðurkenningar í eftirfarandi flokkum:
Falleg einbýlishúsalóð.
Hvatningarverðlaun.
Samfélagsverðlaun.
Tré ársins.
Umhverfisstjóra falið að undirbúa afhendingu viðurkenninga.

Ása Katrín Bjarnadóttir víkur af fundi.

9.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Samantekt UMÍS ehf. Environice af íbúafundi og tillögu að umhverfisstefnu.
Sindri Birgisson umhverfisstjóri kynnti samantekt UMÍS ehf. Environice af íbúafundi og tillögu að umhverfisstefnu.

Umhverfisstjóra falið að vinna málið áfram.

10.Stofnanalóðir 2019

1901193

Sindri Birgisson umhverfisstjóri kynnti drög að framkvæmdum og rekstri stofnanalóða Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráð vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2020.

Sindri Birgisson víkur af fundi.

11.Landakaup - Vogar / Kalmansvík 2, Skútaspilda, Bakkabær og Elínarhöfði

1907083

Steinar Adolfsson tók sæti á fundinum undir þessum lið.

Landeigandi hefur óskað eftir leiðréttingu á lóðarstærð og telur að mistök hafi verið gerð árið 2007 við afmörkun lóðar við hliðina (Vogar/Kalmansvík nr. 1) með þeim afleiðingum að lóðin hafi þá verið skráð minni en hún á að vera.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að spildan Vogar/Kalmansvík 2 verði skráð skv. lóðarblaði dags. 19. júlí 2018. Málinu vísað til endanlegrar ákvörðunar bæjarstjórnar Akraness.

Fundi slitið - kl. 14:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00