Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

126. fundur 16. september 2019 kl. 08:15 - 12:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Skógarhverfi - breyting

1901203

Tekin var fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 þar sem gert er ráð fyrir stækkun skólalóðar Skógahverfis, stofnanasvæðis S 16, til norðurs á kostnað íbúðarsvæðis Íb 13B. Tillagan er sett fram á breytingablaði dags. 13.9.2019. Kynningarfundur um tillöguna var haldinn 14. júní 2019 og 26.ágúst 2019.
Þar sem breytingin á ekki við meginatriði aðalskipulagsins, hefur hvorki áhrif á nágranna eða aðra lóðarhafa né á umhverfið umfram óbreytt skipulag telst hún óveruleg með vísan í ákvæði 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Afgreiðsla bæjarstjórnar skal auglýst.

2.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3B

1908199

Tekin fyrir tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. dags. 13.9.2019 að deiliskipulagi skólalóðar Skógahverfis, svæði S 16 í Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, deiliskipulagsáfanga 3B. Tillagan er sett fram í greinargerð og á breytingablaði dags. 13.9.2019. Kynningarfundur um tillöguna var haldinn 14. júní 2019 og 26.ágúst 2019.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áf. - breyting á skipulagsmörkum.

1906112

Tekin var fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Skógahverfis, sem samþykkt var 17. apríl 2007.
Á breytingablaði 03 dags. 13.9.2019 er gert ráð fyrir að norðurhluti deiliskipulags 2. áfanga Skógahverfis verði felldur úr gildi. Mörk niðurfellingar eru norðan Akralundar 41, Fjólulundar 9-13 og Álfalundar 26. Unnið er að endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins með breyttum skipulagsmörkum (áfangi 3A).
Kynningarfundur um tillögurnar var haldinn 14. júní 2019 og 26. ágúst 2019.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag Skógarhverfi 4.áf.

1905357

Tekin fyrir tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. dags. 13.9.2019 að 4. áfanga Skógahverfis milli Asparskóga og Þjóðbrautar, skipulagsuppdráttur og greinargerð, þar sem gert er ráð fyrir fjölbýlishúsabyggð með 89-126 íbúðum. Kynningarfundur um tillöguna var haldinn 14. júní 2019 og 26.ágúst 2019.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Landakaup - Vogar / Kalmansvík 2, Skútaspilda, Bakkabær og Elínarhöfði

1907083

Landeigandi hefur óskað eftir leiðréttingu á lóðarstærð og telur að mistök hafi verið gerð árið 2007 við afmörkun lóðar við hliðina (Vogar/Kalmansvík nr. 1) með þeim afleiðingum að lóðin Vogar/Kalmansvík 2 hafi þá verið skráð minni en hún á að vera.

Í þjóðskrá hefur ekki verið gengið frá eigendaskiptum frá þinglýstum eigendum þeim Snorra Hanssyni og J. Ingimar Hanssyni og yfir á núverandi eiganda sem er Þórður Þ. Þórðarsons. Eldra erindi sama efnis var frá Snorra og J. Ingimar og Þórður hefur, í samræmi við eignarhald sitt, óskað eftir að málið sé klárað.
Minnisblað frá Ívari Pálssyni hrl. er væntanlegt um helgina ásamt frekari fylgigögnum. Gögn verða sett í gáttina um leið og þau berast.

Bent skal á að Akraneskaupstað var boðin lóðin til sölu og þær upplýsingar verið færðar fram við vinnslu málsins að svo sé enn mögulegt á sama verði og núverandi eigandi keypti landið á og óháð mögulegri leiðréttingu stærðar.
Lögð fram drög að minnisblað frá Ívari Pálssyni hrl.

Fundi slitið - kl. 12:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00