Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Endurskoðun á brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar
1801116
2.Frágangur sorptunna - áskorun
1910079
Blái herinn, Plokk á Íslandi og Íslenski sjávarklasinn vilja hvetja sveitarfélög og landsmenn alla til þess að loka betur ruslatunnum.
Lagt fram erindi frá Bláa hernum, Plokk á Íslandi og Íslenska sjávarklasanum varðandi lokun á ruslatunnum. Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í áskorun Bláa hersins, Plokks á Íslandi og Íslenska sjávarklasans og felur umhverfisstjóra frekari úrvinnslu málsins.
3.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar
1811112
Verkefni sem tengjast Umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar 2020.
Sindri Birgisson, umhverfisstjóri, fór yfir drög að verkefnum sem áætluð eru 2020, í tengslum við Umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar. Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að meta kostnað við ofangreind verkefni í tengslum við fjárhagsáætlun 2020.
4.Slægjustykki - 2019
1910067
Borist hefur fyrirspurn um gjöld vegna slægjustykkja.
Sindri Birgisson umhverfisstjóri, fór yfir gjaldskrá fyrir slægjustykki Akraneskaupstaðar. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að gjaldskrá verði óbreytt. Reglur um slægjustykki verða endurskoðaðar á árinu 2020.
5.Aðalskipulag Tjaldsvæði - við Kalmansvík
1904033
Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017, vegna tjaldsvæðis í Kalmansvík. Afmarkað er svæði til sérstakra nota O-16 sunnan Kalmansvíkur og norðan íbúðarbyggðar við Esjubraut. Tjaldsvæði er afmarkað sem afþreyingar- og ferðamannasvæði. Mörkum hverfisverndarsvæðis Hv-1 er breytt og þau löguð að staðháttum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að fyrirliggjandi skipulagsgögn verði verði kynnt á almennum kynningarfundi/opnu húsi. Að því loknu verði málið tekið fyrir að nýju í skipulags- og umhverfisráði.
6.Deiliskipulag - Tjaldsvæði við Kalmansvík
1904037
Sindri Birgisson, umhverfisstjóri fór yfir tillögu að deiliskipulagsuppdrætti fyrir tjaldsvæði við Kalmansvík.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að fyrirliggjandi skipulagsgögn verði kynnt á almennum kynningarfundi/opnu húsi. Að því loknu verði málið tekið fyrir að nýju í skipulags- og umhverfisráði.
7.Úthlutun nýrra lóða á Akranesi
1910115
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og umhverfissviði að hefja undirbúning að úthlutun par- og raðhúsalóða við Fagralund.
8.Viðauki við samning aðila um sameiningu fráveitu Akraness og OR frá 15.12.2005.
1910105
Upplýsingar um stöðu máls er varðar viðræður Akraneskaupstaðar og Veitna vegna samnings um sameiningu fráveitu Akraness og Orkuveitu Reykjavíkur.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri fór yfir stöðu málsins.
9.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021-2023
1906053
Farið yfir fjárhagsáætlun ársins 2020.
Skipulags- og umvherfisráð samþykkir fyrirliggjandi fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2020. Forgangsröðun fjárhagsbeiðna samþykkt.
10.Deiliskipulag Grenja - umsókn um skipulagsbreytingu
1908284
Grenndarkynning vegna stækkunar á byggingareit við við Bakkatún 30/32 á deiliskipulagssvæði Grenja. Erindið var grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum á Vesturgötu 17, 19 og 25A, frá 17. september til og með 18. október 2019. Samþykki barst frá eigendum Vesturgötu 17 og 25A eign 0102. Tölvupóstur barst 18. október sl. frá eiganda Bakkatúns 4.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs falið að svaara bréfritara á Bakkatúni 4.
Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs falið að svaara bréfritara á Bakkatúni 4.
11.Umferðaröryggisáætlun
1905072
Jón Ólafsson verkefnastjóri fór yfir helstu atriði sem til álita eru varðandi umferðaröryggi á Akranesi. Skipulags- og umhverfisráð felur verkefnastjóra að leggja fram 5 ára aðgerðaráætlun um umferðaröryggi á Akranesi.
12.Höfðabraut - umferðarhraði
1908004
Beiðni um að gata við Höfðabraut sé gerð að einstefnu.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, og felur Jóni Ólafssyni verkefnastjóra að útfæra hugmyndir um einstefnu í götunni.
13.Endurskoðun reglna um úthlutun lóða
1910114
Farið yfir núverandi reglur.
Málið kynnt.
Fundi slitið - kl. 12:30.
Lögð fram drög að brunavarnaráætlun og farið yfir kosti varðandi samstarf slökkviliða. Skipulags- og umhverfisráð felur Þránni Ólafssyni slökkviliðsstjóra að meta kostnað við þær aðgerðir sem lagðar eru til í áætluninni.
Þráinn Ólafsson víkur af fundi eftir afgreiðslu málsins.