Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

130. fundur 28. október 2019 kl. 08:15 - 10:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Skólabraut 9, gamli Iðnskólinn - viðhald húss

1810139

Minnisblað vegna viðhalds.
Karl Jóhann Haagensen situr fundinn undir þessum lið.

Lagt fram minnisblað um kostnað við viðhald hússins. Að öðru leyti er málinu vísað til afgreiðslu í bæjarráði.

2.Fjöliðjan

1910179

Minnisblað vegna brunatjóns á Fjöliðjunni.
Lagt fram minnisblað um mat vegna brunatjóns sem varð á Fjöliðjunni við Dalbraut 10.

Karl Jóhann Haagensen vék af fundi eftir þennan fundarlið.

3.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fór yfir stöðu mála varðandi heildarendurskoðun á aðalskipulagi Akraneskaupstaðar. Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að vinna við endurskoðun aðalskipulags fái forgang.

4.Langisandur, Guðlaug, Sólmundarhöfði - Útivistarsvæði, hönnun, skipulag og framkvæmdir

1903467

Samantekt vegna mögulegs forvals fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðis.
Sindri Birgisson umhverfisstjóri og Sædís Sigurmundsdóttir verkefnastjóri sitja fundinn undir þessum lið.

Sindri og Sædís fóru yfir minnisblað er varðar hugmyndir hvernig staðið skal að vinnu við skipulag við Langasand, Jaðarsbakka og Sólmundarhöfða, ásamt uppbyggingu í kringum Guðlaugu.

Skipulags- og umhverfisráð felur Sædísi og Sindra að vinna málið áfram í takt við umræður á fundinum.

5.Deiliskipulag Stofnanareitur - Presthúsabraut 23

1907134

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs 18. júní s.l. var samþykkt grenndarkynning vegna byggingar á nýju húsi á Presthúsabraut 23.
Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir eigendum við Presthúsabraut 21, 22, 24, 25, 26, 28 og Ægisbraut 15 og 17. Grenndarkynnt var frá 9. júlí til og með 7. ágúst 2019, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

6.Höfðabraut - umferðarhraði

1908004

Tillaga að einstefnu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um einstefnu á Höfðabraut til austurs. Um verði að ræða tilraun sem skal unnin í nánu samstarfi við lögreglu og íbúa svæðisins.

7.Asparskógar 8 - Umsókn um byggingarleyfi

1910187

Óskað er eftir óverulegu fráviki frá stæðr þar sem B-rými fer 26,7 m², fram yfir stærð.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að nýtingarhlutfall (A- og B- rýma) á lóðinni verði 0,48 í stað 0,46 skv. deiliskipulagi. Aukið nýtingarhlutfall vegna gerð svalaganga (B-rýma umfram það sem gert var ráð fyrir í deiliskipulagi). Byggingin er innan byggingarreits og ákvæða um hámarkshæð. Breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar og umsækjanda og telst því óverulegt frávik frá deiliskipulagi. Deiliskipulagsbreytingin er samþykkt skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00