Skipulags- og umhverfisráð
137. fundur
09. desember 2019 kl. 10:15 - 10:30
í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
- Ragnar B. Sæmundsson formaður
- Ólafur Adolfsson varaformaður
- Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
- Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði:
Sigurður Páll Harðarson
sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.Málefni Sorpurðunar Vesturlands
1912036
Fundi slitið - kl. 10:30.
Varðandi breytingar á gjaldskrá vill Skipulags- og umhverfisráð benda á nokkur atriði áður en ákvarðanir um breytingar á henni verða gerðar:
Fyrir liggi kostnaðargreining og formleg samþykkt sveitarfélaga sem standa að Sorpurðun Vesturlands á þeim aðgerðum sem fyrir liggja. Má nefna í því tilliti m.a. aðgerðir sem snúa að meðhöndlun á lífrænu sorpi eftir að hætt verður að urða það í Fíflholti og kaup á brennsluofnum vegna dýrahræja o.s.frv.
Horft verði til lífskjarasamnings þar sem samstaða er um að hámarksverðhækkanir gjaldskráa skulu ekki verða meiri en 2.5%.
Í ljósi þess að stefnt er að því að hætta að urða lífrænt sorp í Fíflholti 2021 telur Skipulags - og umhverfisráð mikilvægt að sem fyrst verði fundinn farvegur um meðhöndlun á því sorpi í samvinnu við Sorpurðun Vesturlands.