Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag - Garðabraut 1
1911181
Uppkast af skipulagslýsingu lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð felur Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra að vinna málið áfram í samráði við skipulagshönnuð.
2.Deiliskipulag Skógarhverfi - Asparskógar 13
2001207
Fyrirspurn um að reisa fjölbýlishús fyrir allt að 13 litlar íbúðir á lóðinni. Gert er ráð fyrir íbúðum á bilinu 31 - 52m² að nettóstærð. Bygging á tveimur hæðum og 13 bílastæði á lóð í stað 12.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimila hámark 13 íbúðir í stað 12. Breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar og umsækjanda og telst því óverulegt frávik frá deiliskipulagi. Deiliskipulagsbreytingin er samþykkt skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.Deiliskipulag Flóahverfis - breyting
2001205
Drög að breytingu deiliskipulags Flóahverfis.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir framkomna breytingu á greinargerð er felst í því að heimilt verða að skipta upp fyrirliggjandi lóðum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimila ofangreinda breytingu um frekari skiptingu lóða. Breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar og umsækjanda og telst því óverulegt frávik frá deiliskipulagi. Deiliskipulagsbreytingin er samþykkt skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimila ofangreinda breytingu um frekari skiptingu lóða. Breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar og umsækjanda og telst því óverulegt frávik frá deiliskipulagi. Deiliskipulagsbreytingin er samþykkt skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Akraneslína 2 - lagning jarðstrengs
1912020
Erindi Skipulagsstofnunar dags. 2. desember 2019, þar sem óskað er umsagnar um lagningu jarðstrengs frá tengivirki á Akranesi að tengivirki við Brennimel.
Mat á umhverfisáhrifum Akraneslínu 2 - jarðstrengs milli Akraness og Brennimels.
Skipulags- og umhverfisráð tók fyrir erindi Skipulagsstofnunar, dags. 3. desember 2019, þar sem óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum lagningu jarðstrengs Akraneslínu 2 skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og umhverfisráð telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar og að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, m.a. þar sem með framkvæmdinni verði aflagðar loftlínur á svæðinu og er gert ráð fyrir strengnum í aðalskipulagi. Þá verður lögnin að hluta í veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar þar sem við á. Hvorki er þörf á vegagerð vegna verkefnisins né efnistöku. Leitast verður við að hafa jarðrask sem minnst. Framkvæmdin er framkvæmdaleyfisskyld af hálfu sveitarfélagsins.
Skipulags- og umhverfisráð tók fyrir erindi Skipulagsstofnunar, dags. 3. desember 2019, þar sem óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum lagningu jarðstrengs Akraneslínu 2 skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og umhverfisráð telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar og að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum, m.a. þar sem með framkvæmdinni verði aflagðar loftlínur á svæðinu og er gert ráð fyrir strengnum í aðalskipulagi. Þá verður lögnin að hluta í veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar þar sem við á. Hvorki er þörf á vegagerð vegna verkefnisins né efnistöku. Leitast verður við að hafa jarðrask sem minnst. Framkvæmdin er framkvæmdaleyfisskyld af hálfu sveitarfélagsins.
5.Breiðin - valkostagreining
1909080
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og umhverfisráðs og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Sævar Freyri Þráinsson bæjarstjóri fór yfir valkostagreiningu um framtíðar uppbyggingu á Breið og nærumhverfi á Akranesi.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða kynningu og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða kynningu og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
6.Reynigrund 5 - umsókn um byggingarleyfi
1906020
Svör við ábendingum sem bárust við grenndarkynningu.
Svör við ábendingum lagðar fram. Stefáni Þór Steindórssyni falið að vinna málið áfram
7.Stofnanalóðir - arkitektaútboð
2001204
Kynnt drög að útboðsgögnum vegna hönnunar lóða við Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.
Skipulags- og umhverfisráð felur Sindra Birgissyni að vinna málið áfram.
Skipulags- og umhverfisráð felur Sindra Birgissyni að vinna málið áfram.
8.Hleðslustöðvar á Akranesi - samstarf
1905206
Jón Ólafsson verkefnastjóri lagði fram tillögu um styrkveitingar vegna hleðslustöðva fyrir fjöleignahús. Ellefu umsóknir bárust, þar af voru fimm gildar samkvæmt reglum um styrki. Heildarupphæð styrkumsókna er kr. 11.669.099. Úthlutað verður að þessu sinni kr. 4.936.715.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögu verkefnastjóra og felur honum að auglýsa að nýju eftir umsóknum seinni hluta árs.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögu verkefnastjóra og felur honum að auglýsa að nýju eftir umsóknum seinni hluta árs.
9.Höfðasel 16 - viðhaldsverkefni
1911011
Jón Ólafsson verkefnstjóri lagði fram samning við Akur ehf.
varðandi framkvæmd við pressuhús á gámastöð.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
varðandi framkvæmd við pressuhús á gámastöð.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
10.Stærra viðhald fasteigna
1912193
Opnun tilboða 24. janúar 2019 í verkin þak Brekkubæjarskóla og Bjarnarlaugar.
Eftirfarandi tilboð bárust í Bjarnalaug þakviðgerðir 2020:
SF smiðir ehf. kr. 7.562.500
Trésmiðjan Akur ehf. kr. 6.094.899
GS Import ehf. kr. 5.598.900
Kostnaðaráætlun var kr. 6.582.000
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið Brekkubæjarskóli þakviðgerðir 2020.
SF smiðir ehf. kr. 21.838.000
Trésmiðjan Akur ehf. kr. 22.047.477
GS Import ehf. kr. 15.461.800
Kostnaðaráætlun kr. 18.580.000
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
SF smiðir ehf. kr. 7.562.500
Trésmiðjan Akur ehf. kr. 6.094.899
GS Import ehf. kr. 5.598.900
Kostnaðaráætlun var kr. 6.582.000
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið Brekkubæjarskóli þakviðgerðir 2020.
SF smiðir ehf. kr. 21.838.000
Trésmiðjan Akur ehf. kr. 22.047.477
GS Import ehf. kr. 15.461.800
Kostnaðaráætlun kr. 18.580.000
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Fundi slitið - kl. 11:30.