Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

144. fundur 17. febrúar 2020 kl. 13:00 - 16:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Norræna ráðherranefndin - aðlaðandi bæir, norrænt samstarf

1709178

Kynning á möguleikum Akraneskaupstaðar til að nota aðferðafræði /vinnuhefti sem er afrakstur vinnu Norræna verkefnisins sem verkfæri til að vinna við stöðumat, kynningar og samráð í skipulags- og áætanagerð. Verkefnið var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um möguleika lítilla og meðalstórra bæja til að auka samkeppnishæfni og bæta lífsgæði íbúa.
Helena Guttormsdóttir lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og Sindri Birgisson umhverfisstjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Helenu og Sindra fyrir góða kynningu. Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra er falið að ræða við þau um hvernig nýta má sem best afrakstur verkefnisins.

2.Stillholt 9 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2001272

Fyrirspurn um heimild til að byggja bílskúr á Stillholti 9. Á lóðinni er íbúðarhús 177,2 m² og bílskúr 25,3m². Fyrirhugað er að byggja bílskúr 35 m², við hlið bílskúrs á Stillholti 11.
Lóðin tilheyrir deiliskipulagi Stofnanareits.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna umsókn um bílgeymslu á lóð við Stillholt 9, í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2020. Við breytinguna fellur niður innkeyrsla við geymslu á lóðinni.

Grenndarkynnt verði fyrir eigendum á Brekkubraut 10, 12, Heiðarbraut 57, 59, 61, Stillholti 7 og 11.

3.Skrifstofuhúsnæði ÍA og aðstaða fyrir starfsmenn og kennara

1905270

Erindið tekið fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs 4. febrúar s.l. og leggur ráðið áherslu á að viðunandi lausn finnist í aðstöðumálum á Jaðarsbökkum. Ráðið vísar erindinu til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði.
Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss sat fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisráð telur mikilvægt að leysa húsnæðismál er varða kennara og starfsmenn á Jaðarsbökkum. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.

4.Knattspyrnumyndir í Akraneshöll - Íslands-, og bikarmeistarar karla og kvenna frá 1946

2002005

Erindi vísað frá skóla- og frístundaráði til afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs.
Erindi frá Haraldi Sturlaugssyni um að setja upp knattspyrnumyndir frá 1946 til dagsins í dag, af öllum íslands- og bikarmeisturum allra flokka í Akraneshöll.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið. Myndir skulu hengdar upp í samráði við forstöðumann íþróttamannvirkja og rekstrarstjóra áhaldahúss.

5.Vinnuskóli

1906109

Skóla- og frístundaráð vísar gögnum um framtíðarskipulag Vinnuskólans frá skólastjórum grunnskólanna, verkefnastjóra æskulýðs- og forvarnarmála og ungmennaráðs til frekari umræðu í skipulags- og umhverfisráði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að hugað verði að fyrstu skrefum í breytingum á vinnskólanum 2020 s.s. rafrænar umsóknir og frekari fræðsla.

Horft verði til þeirra gagna sem komið hafa fram í málinu til, að hjálpa til með ákvörðunartöku um starfsemi vinnskólans í nánustu framtíð.

Sindri Birgisson umhverfisstjóri vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

6.Gatnamót - Þjóðbraut, Ketilsflöt Smiðjuvellir

2001206

Farið yfir minnisblað frá Mannvit varðandi möguleika í gatnamótum Þjóðbraut - Smiðjuvellir - Ketilsflöt.

Skipulags- og umhverfisráð felur Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra að lagfæra lóðarmörk í deiliskipulagi Skógahverfis 4. áfanga. Einnig þarf að skoða deiliskipulag Smiðjuvalla - Smiðjuvellir 12-22, þannig að hægt er hvort heldur að hafa hringtorg eða ljósastýrð gatnamót.

7.Innanbæjarstrætó - frístundastrætó

2001125

Skóla- og frístundaráð leggur til við skipulags- og umhverfisráð að við við vinnu við nýtt útboð haustið 2020, á rekstri innanbæjarstrætó á Akranesi verði tekið mið að þörfum barna og ungmenna sem gert er grein fyrir í erindi tómstundateymis bæjarins sem og annarra hagsmunaaðila.
Jón Ólafsson verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Jón Ólafsson fór yfir núverandi fyrirkomulag á innanbæjarstrætó og þær hugmyndir sem hafa verið uppi varðandi breytingar á þeim. Skipulags- og umhverfisráð felur Jóni að vinna málið áfram.

8.Málefni Sundfélags Akraness - sund í heilsueflandi samfélagi

2001127

Erindi Sundfélags Akraness, sem bæjarráð vísaði til umfjöllunar í skóla- og frístundaráði og skipulags- og umhverfisráði.

Bæjarráð leggur áherslu á að erindið verði skoðað samhliða tillögum starfshóps um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum og í samráði við Íþróttabandalag Akraness.
Erindið móttekið. Skipulags- og umhverfisráð tekur undir með bæjarráði um áherslu á að erindið verði skoðað samhliða tillögum starfshóps um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum og í samráði við Íþróttabandalag Akraness.

9.Sorpmál - tillaga Sjálfstæðisflokks

2001149

Lögð fram bókun bæjarráðs af fundi 13.2.2020 um sorpmál. Skipulags- og umhverfisráð tekur undir bókun bæjarráðs að stofnaður verði starfshópur um sorpmál sem tekur m.a. á hirðu, endurvinnslu og eyðingu sorps á Akranesi.

10.Erindisbréf og reglur - endurskoðun

1610064

Erindisbréf lögð fram.

Fundi slitið - kl. 16:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00