Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Norræna ráðherranefndin - aðlaðandi bæir, norrænt samstarf
1709178
Kynning á möguleikum Akraneskaupstaðar til að nota aðferðafræði /vinnuhefti sem er afrakstur vinnu Norræna verkefnisins sem verkfæri til að vinna við stöðumat, kynningar og samráð í skipulags- og áætanagerð. Verkefnið var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um möguleika lítilla og meðalstórra bæja til að auka samkeppnishæfni og bæta lífsgæði íbúa.
2.Stillholt 9 - umsókn til skipulagsfulltrúa
2001272
Fyrirspurn um heimild til að byggja bílskúr á Stillholti 9. Á lóðinni er íbúðarhús 177,2 m² og bílskúr 25,3m². Fyrirhugað er að byggja bílskúr 35 m², við hlið bílskúrs á Stillholti 11.
Lóðin tilheyrir deiliskipulagi Stofnanareits.
Lóðin tilheyrir deiliskipulagi Stofnanareits.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna umsókn um bílgeymslu á lóð við Stillholt 9, í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2020. Við breytinguna fellur niður innkeyrsla við geymslu á lóðinni.
Grenndarkynnt verði fyrir eigendum á Brekkubraut 10, 12, Heiðarbraut 57, 59, 61, Stillholti 7 og 11.
Grenndarkynnt verði fyrir eigendum á Brekkubraut 10, 12, Heiðarbraut 57, 59, 61, Stillholti 7 og 11.
3.Skrifstofuhúsnæði ÍA og aðstaða fyrir starfsmenn og kennara
1905270
Erindið tekið fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs 4. febrúar s.l. og leggur ráðið áherslu á að viðunandi lausn finnist í aðstöðumálum á Jaðarsbökkum. Ráðið vísar erindinu til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði.
Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss sat fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð telur mikilvægt að leysa húsnæðismál er varða kennara og starfsmenn á Jaðarsbökkum. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.
Skipulags- og umhverfisráð telur mikilvægt að leysa húsnæðismál er varða kennara og starfsmenn á Jaðarsbökkum. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.
4.Knattspyrnumyndir í Akraneshöll - Íslands-, og bikarmeistarar karla og kvenna frá 1946
2002005
Erindi vísað frá skóla- og frístundaráði til afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs.
Erindi frá Haraldi Sturlaugssyni um að setja upp knattspyrnumyndir frá 1946 til dagsins í dag, af öllum íslands- og bikarmeisturum allra flokka í Akraneshöll.
Erindi frá Haraldi Sturlaugssyni um að setja upp knattspyrnumyndir frá 1946 til dagsins í dag, af öllum íslands- og bikarmeisturum allra flokka í Akraneshöll.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið. Myndir skulu hengdar upp í samráði við forstöðumann íþróttamannvirkja og rekstrarstjóra áhaldahúss.
5.Vinnuskóli
1906109
Skóla- og frístundaráð vísar gögnum um framtíðarskipulag Vinnuskólans frá skólastjórum grunnskólanna, verkefnastjóra æskulýðs- og forvarnarmála og ungmennaráðs til frekari umræðu í skipulags- og umhverfisráði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að hugað verði að fyrstu skrefum í breytingum á vinnskólanum 2020 s.s. rafrænar umsóknir og frekari fræðsla.
Horft verði til þeirra gagna sem komið hafa fram í málinu til, að hjálpa til með ákvörðunartöku um starfsemi vinnskólans í nánustu framtíð.
Sindri Birgisson umhverfisstjóri vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.
Horft verði til þeirra gagna sem komið hafa fram í málinu til, að hjálpa til með ákvörðunartöku um starfsemi vinnskólans í nánustu framtíð.
Sindri Birgisson umhverfisstjóri vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.
6.Gatnamót - Þjóðbraut, Ketilsflöt Smiðjuvellir
2001206
Farið yfir minnisblað frá Mannvit varðandi möguleika í gatnamótum Þjóðbraut - Smiðjuvellir - Ketilsflöt.
Skipulags- og umhverfisráð felur Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra að lagfæra lóðarmörk í deiliskipulagi Skógahverfis 4. áfanga. Einnig þarf að skoða deiliskipulag Smiðjuvalla - Smiðjuvellir 12-22, þannig að hægt er hvort heldur að hafa hringtorg eða ljósastýrð gatnamót.
Skipulags- og umhverfisráð felur Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra að lagfæra lóðarmörk í deiliskipulagi Skógahverfis 4. áfanga. Einnig þarf að skoða deiliskipulag Smiðjuvalla - Smiðjuvellir 12-22, þannig að hægt er hvort heldur að hafa hringtorg eða ljósastýrð gatnamót.
7.Innanbæjarstrætó - frístundastrætó
2001125
Skóla- og frístundaráð leggur til við skipulags- og umhverfisráð að við við vinnu við nýtt útboð haustið 2020, á rekstri innanbæjarstrætó á Akranesi verði tekið mið að þörfum barna og ungmenna sem gert er grein fyrir í erindi tómstundateymis bæjarins sem og annarra hagsmunaaðila.
Jón Ólafsson verkefnastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Jón Ólafsson fór yfir núverandi fyrirkomulag á innanbæjarstrætó og þær hugmyndir sem hafa verið uppi varðandi breytingar á þeim. Skipulags- og umhverfisráð felur Jóni að vinna málið áfram.
Jón Ólafsson fór yfir núverandi fyrirkomulag á innanbæjarstrætó og þær hugmyndir sem hafa verið uppi varðandi breytingar á þeim. Skipulags- og umhverfisráð felur Jóni að vinna málið áfram.
8.Málefni Sundfélags Akraness - sund í heilsueflandi samfélagi
2001127
Erindi Sundfélags Akraness, sem bæjarráð vísaði til umfjöllunar í skóla- og frístundaráði og skipulags- og umhverfisráði.
Bæjarráð leggur áherslu á að erindið verði skoðað samhliða tillögum starfshóps um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum og í samráði við Íþróttabandalag Akraness.
Bæjarráð leggur áherslu á að erindið verði skoðað samhliða tillögum starfshóps um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum og í samráði við Íþróttabandalag Akraness.
Erindið móttekið. Skipulags- og umhverfisráð tekur undir með bæjarráði um áherslu á að erindið verði skoðað samhliða tillögum starfshóps um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum og í samráði við Íþróttabandalag Akraness.
9.Sorpmál - tillaga Sjálfstæðisflokks
2001149
Lögð fram bókun bæjarráðs af fundi 13.2.2020 um sorpmál. Skipulags- og umhverfisráð tekur undir bókun bæjarráðs að stofnaður verði starfshópur um sorpmál sem tekur m.a. á hirðu, endurvinnslu og eyðingu sorps á Akranesi.
10.Erindisbréf og reglur - endurskoðun
1610064
Erindisbréf lögð fram.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Helenu og Sindra fyrir góða kynningu. Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra er falið að ræða við þau um hvernig nýta má sem best afrakstur verkefnisins.