Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag Skógarhverfi 4.áf.
1905357
2.Deiliskipulag - fyrirspurn um breytingu Bárugata 15
1811216
Málinu frestað. Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra skipulags- og umhverfisráðs falið að funda með hönnuði og eiganda Bárugötu 15.
3.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3B
1908199
Deiliskipulag skólalóðar í Skógahverfi, áfanga 3B var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010, frá 31. október til og með 15. desember 2019. Engar athugsemdir bárust á auglýsingartíma .
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi lagfæringar verði gerðar við deiliskipulagið vegna ábendinga Skipulagsstofnunar, lagfæringar eiga ekki við meginatriði deiliskipulagsins og eru ekki íþyngjandi fyrir aðliggjandi svæði eða aðra hagsmunaaðila:
Bætt er við umfjöllun um gæði bygginga.
Bætt er við umfjöllun um frágang lóðar.
Greinargerð lagfærð með endurröðun kafla.
Byggingreitur er minnkaður og felldur út reitur fyrir einnar hæðar byggingar á jaðri hans.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi lagfæringar verði gerðar við deiliskipulagið vegna ábendinga Skipulagsstofnunar, lagfæringar eiga ekki við meginatriði deiliskipulagsins og eru ekki íþyngjandi fyrir aðliggjandi svæði eða aðra hagsmunaaðila:
Bætt er við umfjöllun um gæði bygginga.
Bætt er við umfjöllun um frágang lóðar.
Greinargerð lagfærð með endurröðun kafla.
Byggingreitur er minnkaður og felldur út reitur fyrir einnar hæðar byggingar á jaðri hans.
4.Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar
1706056
Lokadrög að húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar lögð fram til samþykktar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn. Skipulags- og umhverfisráðs fagnar framkominni áætlun og þakkar þeim sem að henni komu vel unnin störf.
5.Aflögð asbestlögn í landi Akraness og Hvalfjarðarsveitar
2002134
Erindi frá Veitum.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við að aflögð asbetslögn sem liggur í landi Akraneskaupstaðar verði látin óhreyfð skv. áhættumati dagsett 28. janúar 2020 af Þór Tómassyni efnaverkræðingi. Verði þörf á, í framtíðinni vegna skipulags eða annarra þátta að fjarlægja lögnina lítur skipulags- og umhverfisráð svo á að sú framkvæmd og kostnaður falli á Veitur.
6.Sorpmál - tillaga Sjálfstæðisflokks
2001149
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar sl. og er þess óskað að skipulags- og umhverfisráð taki málið fyrir og komi með ábendingur um efnisþætti væntanlegs erindisbréfs.
Ragnar B. Sæmundsson formaður skipulags- og umhverfisráðs fór yfir undirbúningsvinnu sem fram hefur farið á skipulags- og umhverfissviði. Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma með tillögur að erindisbréfi vegna stofnunar starfshóps um hirðu, endurvinnslu og eyðingu sorps á Akranesi og leggja fyrir á næsta fundi ráðsins.
7.Erindisbréf og reglur - endurskoðun
1610064
Samkvæmt 28. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, staðfestir bæjarstjórn erindisbréf fyrir ráð, stjórnir og nefndir. Fyrir liggja erindisbréf skipulags- og umhverfisráðs, skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlögð erindisbréf fyrir skipulags- og umhverfisráð, skipulags- og umhverfissvið og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
8.Vinnuskóli 2020
2002253
Tillaga að launum fyrir Vnnuskólann 2020.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um laun fyrir Vinnuskóla Akraness á starfsárinu 2020. Skipulags- og umhverfissráð vísar erindinu til bæjarráðs með ósk um viðauka að upphæð kr. 4.100.000.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Lagfæringar felast í eftirfarandi:
Skipulagssvæðið er minnkað verður 2.12 ha í stað 2.25 ha.
Lóð nr. 1 er minnkuð um 38 fermetra á vesturhorni. Nýtingarhlutfall er hækkað í 0.54 til að halda sama byggingamagni.
Tölur í greinargerð eru uppfærðar til samræmis við breytt flatarmál skipulagssvæðis og lóðar.