Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

151. fundur 20. apríl 2020 kl. 08:15 - 11:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag Skógarhverfi 1. áf - Asparskógar 6

2003197

Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 1. áf. vegna Asparskóga 6.
Erindið var lagt fram á fundi 148 23.3.2020.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri kynnti stöðu málsins.

2.Deiliskipulag Stofnanareits - Stillholt 9

2001272

Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum við Brekkubraut 10, 12, Heiðarbraut 57, 59, 61, Stillholti 7 og 11. Athugasemdir bárust frá Heiðarbraut 61 og Stillholti 11.
Athugasemdir lagðar fram.

3.Suðurgata 20 - grenndarkynning óskipulagt svæði

2001019

Byggingarleyfið var grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir Akursbraut 3, Suðurgötu 16, 18, 21, 22, 25 og 26.
Athugasemdir bárust frá eigendum Suðurgötu 22.
Athugasemdir lagðar fram.

4.Suðurgata 119 - umsókn um stækkun lóðar

2004014

Umsókn um að stækka lóð við Suðurgötu 119.
Umsókn um stækkun lóðar er hafnað.

5.Hreinsun skurða við golfvöll

2002389

Lagt fram minnisblað frá golfklúbbnum Leyni um nauðsyn þess að hreinsa skurði til þess að framræsa golfvöllinn með viðundandi hætti. Skipulags- og umhverfisráð vísar málinu til næstu fjárhagsáætlunar. Horft verði til þess í næsta viðauka fjárhagsáætlunar 2020, að gera ráð fyrir upphæð vegna hreinsunar skurða við golfvöllinn 2020.

6.Deiliskipulag Flóahverfi - Lækjarflói 10

2003189

Umsókn um breytingu á byggingarreit.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á byggingarreit í samræmi við fyrirliggjandi breytingauppdrátt. Málsmeðferð verði skv. 3. mgr. 43. gr. laga nr.123/2010.

7.Sláttur á opnum svæðum - 2020

2001208

Opnun tilboða í grasslátt á opnum svæðum.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bílakjallarinn ehf. kr. 93.699.000
RÓM verk ehf. kr. 89.833.800
Gísli Jónsson ehf. kr. 37.740.000
GJ vélaleiga ehf. kr. 39.265.500
Skagaverk ehf. kr. 47.151.000
Þróttur ehf. kr. 51.011.550
Garðlist ehf. kr. 47.688.000
Kostnaðaráætlun kr. 46.191.000

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra skipulags- og umhverfisráðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00