Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag Sementsreits - Suðurgata 126
2005001
Grenndarkynnt var fyrir Jaðarsbraut 3, Skagabraut 24 og Suðurgötu 124. Eigendur hafa sent inn samþykki sitt fyrir framkvæmdinni.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynning sem gerð var skv. 43. gr. 2. mgr. skipulagslaga nr 123/2010 verði samþykkt og send á Skipulagsstofnun og í B-deild stjórnartíðinda.
2.Lóðir í úthlutun
2005002
Stefán Steindórsson byggingafulltrúi fór yfir mál er varða stöðu úthlutunar lóða í sveitarfélaginu.
3.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030
1606006
Lögð fram tímalína vegna vinnu við endurskoðun aðalskipulags Akraness.
Fundi slitið - kl. 09:30.