Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Skógarhverfi 2. áf. - Baugalundur 22, umsókn um sólstofu.
2005044
Umsókn um að byggja sólskála á vegg á Baugalundi 22. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.Víðigrund 5 - Grenndarkynning vegna stækkunar húss
2005274
Umsókn um að byggja við húsið skv. meðfylgjandi uppdráttum. Ekki er til deiliskipulag af Víðigrund. Byggingin er innan byggingarreits.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynna breytinguna skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir eigendum á Víðigrund 3, 4, 6, 7 og 8.
3.Þjóðbraut 3 - fyrirspurn um breytingu
2005361
Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi skipulagi.
4.Deiliskipulag Skógarhverfis áfangi 3 A
2005360
Lögð fram drög að deiliskipulagi Skógarhverfis áfanga 3A.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að drög að deiliskipulagi verði auglýst með almennum hætti. Í framhaldinu verði drögin kynnt á kynningafundi.
5.Deiliskipulag Garðalundur og Lækjarbotnar - endurskoðun
1906111
Lögð fram drög að deiliskipulagi fyrir Garðalund og Lækjarbotna(opin svæði).
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að drög að deiliskipulagi verði auglýst með almennum hætti. Í framhaldinu verða drögin kynnt á kynningafundi.
6.Aðalskipulag- og deiliskipulag v. Skógarhverfis áf. 3A, og 3C, og Lækjarbotnar- lýsing.
2004169
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að drög að breytingu á aðalskipulagi verði auglýst með almennum hætti. Í framhaldinu verði drögin á kynningarfundi.
7.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030
1606006
Drög lögð fram.
Árni Ólafsson skipulagsráðgjafi fór yfir drög að forsendum og greinargerð á endurskoðun á aðalskipulagi Akraness.
Fundi slitið - kl. 13:10.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt og deiliskipulagsbreytingin send Skipulagsstofnun og auglýsing birt í B-deild Stjórnartíðinda.