Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag Akratorgsreitur - Suðurgata 119
2006235
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar bílgeymslu. Ásamt því að hækka þak á hluta hússins.
Erindið lagt fram.
2.Aðalskipulagsbreyting - stækkun Skógarhverfis.
2004169
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð sem starfar í umboði bæjarstjórnar, að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst samhliða nýju deiliskipulagi Garðalundar og Lækjabotna og deiliskipulagi Skógarhverfi áf. 3A, samanber 3. og 4. lið fundargerðar þessarar. (málsnr. 2005360 og 1906111)
3.Deiliskipulag Skógarhverfis áfangi 3 A
2005360
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Skógarhverfis áfangi 3A, sem unnin er af Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð sem starfar í umboði bæjarstjórnar, að deiliskipulagið verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 og nýju deiliskipulagi Garðalundar og Lækjabotna, samanber 2. og 4. lið fundargerðar þessarar. (málsnr. 2004169 og 1906111)
4.Deiliskipulag Garðalundur og Lækjarbotnar - endurskoðun
1906111
Lagt fram deiliskipulag af Garðalundi og Lækjarbotnum, sem unnið er af Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð sem starfar í umboði bæjarstjórnar, að deiliskipulagið verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Skógarhverfis áf. 3A, samanber 2. og 3. lið fundargerðar þessarar. (málsnr. 2004169 og 2005360).
Bent er á að í tillögunni felst m.a. að eldra deiliskipulag Garðalundar sem samþykkt var í bæjarstjórn 27. apríl 2010 verður fellt úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.
Bent er á að í tillögunni felst m.a. að eldra deiliskipulag Garðalundar sem samþykkt var í bæjarstjórn 27. apríl 2010 verður fellt úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.
5.Bjarkargrund / Furugrund - lagnastígar
2007032
Erindi íbúa við Bjarka- og Furugrund, sem vísað var til skipulags- og umhverfisráðs af fundi bæjarráðs 9. júlí 2020.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar ibúum við Bjarkargrund og Furugrund fyrir framkomið erindi. Sindra Birgissyni umhverfisstjóra er falið að koma með minnisblað um ástand stíga í Grundarhverfi og leggja fram kostnaðarmetnar aðgerðir til úrbóta.
6.Víðigrund 5 - Grenndarkynning vegna stækkunar húss
2005274
Umsókn um stækkun húss var grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 4. júní til og með 7. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð, sem starfar í umboði bæjarstjórnar, að heimila viðbyggingu við Viðigrund 5, skv. grenndarkynningu.
7.Hlynskógar fyrirspurn
2007072
Fyrirspurn um lokun Hlynskóga við Asparskóga.
Skipulags- og umhverfisráð Þakkar fyrir fyrirspurnina. Óskað er eftir áliti Árna Ólafssonar skipulagshöfundar Skógarhverfis á fyrirspurninni.
8.Kirkjubraut 53 - lóðarleigusamningur endurnýjun
1807120
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að endurnýjaður lóðarleigusamningur við Kirkjubraut 53, muni gildi til ársins 2035.
9.Aflögð asbestlögn í landi Akraness og Hvalfjarðarsveitar (í landi Ytri Hólms)
2002134
Í ljósi álits Heilbrigðseftirlits Vesturlands frá 16. apríl 2020 þar sem fram kemur eftirfarandi niðurstaða:
HeV. telur að umrædda aspestlögn beri að fjarlægja og koma i urðun á viðurkenndum urðunarstað sbr. reglugerðir 737/2003 og 7005/2009.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir ofangreinda niðurstöðu HeV. og fellir þar með bókun sína um málið frá fundi sem var 24. febrúar s.l. um heimild til Veitna að hafa lögnina í jörð.
HeV. telur að umrædda aspestlögn beri að fjarlægja og koma i urðun á viðurkenndum urðunarstað sbr. reglugerðir 737/2003 og 7005/2009.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir ofangreinda niðurstöðu HeV. og fellir þar með bókun sína um málið frá fundi sem var 24. febrúar s.l. um heimild til Veitna að hafa lögnina í jörð.
10.Fjöliðjan - uppbygging á Dalbraut 10
1910179
Sameiginlegur dagskrárliður skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs, varðandi uppbyggingu fjöliðjunnar.
Ráðin leggja til við bæjarráð, að greiðargerð starfshóps um framtíðarhúsnæði fjöliðjunnar að Dalbraut 10, verði höfð til hliðsjónar við uppbygginu hennar.
Starfshópi verði falið að koma með tillögu um samspil húss og lóðar er varðar framtíðaruppbyggingu fjöliðjunnar.
Starfshópi verði falið að koma með tillögu um samspil húss og lóðar er varðar framtíðaruppbyggingu fjöliðjunnar.
11.Samstarf um fjölgun íbúða, eflingu stafrænnar stjórnsýslu og upplýsingagátt
2007050
Viljayfirlýsing milli Akraneskaupstaðar, Leigufélagsins Bríetar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, um fjölgun íbúða, eflingu stafrænnar stjórnsýslu og upplýsingagátta hjá Akraneskaupstað.
Sameiginlegur dagskrárliður skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs.
Sameiginlegur dagskrárliður skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fór yfir ofangreinda viljayfirlýsingu.
Ráðin þakka fyrir góða kynningu og leggja til við bæjaráð að viljayfirlýsingin verði samþykkt.
Ráðin þakka fyrir góða kynningu og leggja til við bæjaráð að viljayfirlýsingin verði samþykkt.
Fundi slitið - kl. 12:30.