Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

170. fundur 07. september 2020 kl. 08:15 - 10:50 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Deiliskipulag Akratorgsreitur - Suðurgata 119 og 121

2006235

Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir eigendum að Sunnubraut 30, Skagabraut 10 og Suðurgötu 115, 117, 120, 122 og 124.
Grenndarkynnt var frá 23. júlí 2020 til og með 26 ágúst 2020. Ein athugasemd barst.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir meðfylgjandi greinargerð sem svar við athugasemd sem barst við grenndarkynninguna og vísar málinu til bæjarstjórnar.

2.Dalbraut 4 - Þjónustumiðstöð hönnun og framkvæmd

1904230

Opnun tilboða.
Lagt fram minnisblað frá Eflu um opnun tilboða „Dalbraut 4 Innanhúsfrágangur“
Eflu falið að afla tilskilinna gagna frá lægstbjóðanda til að meta hæfi hans m.t.t. laga um opinber innkaup.

3.Deiliskipulag Dalbrautarreits - Dalbraut 6

2008220

Lögð fram beiðni um breytingu á diliskipulagi á lóð nr. 6 við Dalbraut. Breytingin felst í að gera viðbótarhæð að hluta meðfram Dalbraut. Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir frekari gögnum.

4.Fráveita - viðauki

1912306

Viðauki fráveitu lagður fram. Með viðauka þessum er ábyrgð á álagningu og innheimtu tengigjalda færð til Veitna ohf. Ennfremur eru ákvæði um tengigjald fráveitu færð að þeim lagabreytingum sem orðið hafa. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar málinu til bæjarráðs.

5.Snjómokstur 2020 til 2025 - útboð

2009022

Snjómokstur 2020 til 2025.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að snjómokstur verði boðin út fyrir tímabilið nóvember 2020 til maí 2025.

6.Gatnaframkvæmdir

2009027

Viðbót við gatnaframkvæmdir 2020.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að farið verði í að malbika malarkafla á Breið setm tengir útvistarsvæðið. Ennfremur að farið verði í yfirlögn á malbiki að Gámastöð við Höfðasel 16.

Fundi slitið - kl. 10:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00