Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Reiðskemma útboð á burðarvirki
2003158
Mánudaginn 7. september 2020 voru opnuð tilboð í verkið, Reiðhöll Hestamannafélgs Dreyra á Akranesi, sökklar.
2.Deiliskipulag Jaðarsbakka - breyting
2009094
Reitur 3, sem skilgreindur var fyrir fjölnotahús/íþróttamiðstöð 2h verður fjölnotahús/íþróttamiðstöð 2 hæðir og kjallari. Jafnfram er byggingareitur stækkaður 5-7 metra til norðurs.
Breytingin er gerð á stofnanalóð. Stækkun byggingareits er í átt að annarri stofnanalóð þ.e. Grundaskóla til norðurs.
Frávikið verði heimilað skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010, breytingarnar eru í samræmi við meginatriði deiliskipulagsins og hafa engin áhrif á hagsmuni annarra en lóðarhafa og Akraneskaupstaðar og teljast þær því óverulegar.
Breytingin er gerð á stofnanalóð. Stækkun byggingareits er í átt að annarri stofnanalóð þ.e. Grundaskóla til norðurs.
Frávikið verði heimilað skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010, breytingarnar eru í samræmi við meginatriði deiliskipulagsins og hafa engin áhrif á hagsmuni annarra en lóðarhafa og Akraneskaupstaðar og teljast þær því óverulegar.
3.Sjólögn 2020
2009093
Minnisblað Veitna vegna útrásarlögn frá skolphreinsistöð Veitna á Akranesi.
Lagt fram.
4.Akurgerði 13 - mannvirki
2009050
Fyrirspurn Viðars Sigurðssonar fh. Fylkis ehf. um fasteignina Akurgerði 13. Þinglýstur eigandi er Eiríkur Óli Árnason.
Breyting felst í auknu nýtingahlutfalli, breytingu á byggingarreit og fjölgun íbúða. Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í fyrirspurnina en bendir fyrirspyrjanda á að fá frekari upplýsingar hjá Minjastofnum um heimild til niðurrifs núverandi húss.
5.Söluvefur lóða - samningur
2001274
Sædís Sigurmundsdóttir verkefnastjóri og Stefán Þór Steingrímsson byggingarfulltrúi kynna nýjan vef, um lóðarmál.
Skipulags- og umhverfisráð þakka Sædísi Sigurmundsdóttur og Stefáni Þór Steingrímssyni góða kynningu.
6.Æðaroddi 36 - umsókn um byggingarleyfi
2008204
Umsókn um byggingarleyfi þar sem óskað er eftir breytingum á hesthúsi á Æðarodda 36. Jafnframt er óskað eftir að setja upp taðstíu á lóðinni Æðarodda 38.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að útbúa viðauka við lóðarleigusamning.
7.Deiliskipulag Skógahverfi 1. áfangi - Asparskógar 6
2008164
Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að hluti íbúða í húsinu nái ekki í gegnum bygginguna.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimilað verði frávik í deiliskipulagi Skógahverfis 1. áfanga, varðandi lóð við Asparskóga 6 um að hluti íbúða þurfi ekki að vera gegnumgangandi sbr. Grein 3.6 í greinargerð með skipulaginu.
Frávikið verði heimilað skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010, breytingarnar eru í samræmi við meginatriði deiliskipulagsins og hafa engin áhrif á hagsmuni annarra en lóðarhafa og Akranesbæjar og teljast þær því óverulegar.
RS og GS samþykkja afgreiðslu málsins.
ÓA situr hjá við afgreiðslu þessa máls.
Frávikið verði heimilað skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010, breytingarnar eru í samræmi við meginatriði deiliskipulagsins og hafa engin áhrif á hagsmuni annarra en lóðarhafa og Akranesbæjar og teljast þær því óverulegar.
RS og GS samþykkja afgreiðslu málsins.
ÓA situr hjá við afgreiðslu þessa máls.
Fundi slitið - kl. 11:30.
Eitt tilboð barst frá BM Vallá/Smellinn að upphæð kr. 16.770.163. Kostnaðaráætlun var kr. 12.500.000.
Skipulags- og umhverfisráð felur Karli J Haagensen verkefnastjóra að semja við BM Vallá um verkið.
Karl Jóhann Haagensen víkur af fundi eftir þennan lið.