Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

171. fundur 14. september 2020 kl. 08:15 - 11:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Reiðskemma útboð á burðarvirki

2003158

Mánudaginn 7. september 2020 voru opnuð tilboð í verkið, Reiðhöll Hestamannafélgs Dreyra á Akranesi, sökklar.
Karl Jóhann Haagensen situr fundinn undir þessum lið.

Eitt tilboð barst frá BM Vallá/Smellinn að upphæð kr. 16.770.163. Kostnaðaráætlun var kr. 12.500.000.
Skipulags- og umhverfisráð felur Karli J Haagensen verkefnastjóra að semja við BM Vallá um verkið.

Karl Jóhann Haagensen víkur af fundi eftir þennan lið.

2.Deiliskipulag Jaðarsbakka - breyting

2009094

Reitur 3, sem skilgreindur var fyrir fjölnotahús/íþróttamiðstöð 2h verður fjölnotahús/íþróttamiðstöð 2 hæðir og kjallari. Jafnfram er byggingareitur stækkaður 5-7 metra til norðurs.
Breytingin er gerð á stofnanalóð. Stækkun byggingareits er í átt að annarri stofnanalóð þ.e. Grundaskóla til norðurs.

Frávikið verði heimilað skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010, breytingarnar eru í samræmi við meginatriði deiliskipulagsins og hafa engin áhrif á hagsmuni annarra en lóðarhafa og Akraneskaupstaðar og teljast þær því óverulegar.

3.Sjólögn 2020

2009093

Minnisblað Veitna vegna útrásarlögn frá skolphreinsistöð Veitna á Akranesi.
Lagt fram.

4.Akurgerði 13 - mannvirki

2009050

Fyrirspurn Viðars Sigurðssonar fh. Fylkis ehf. um fasteignina Akurgerði 13. Þinglýstur eigandi er Eiríkur Óli Árnason.
Breyting felst í auknu nýtingahlutfalli, breytingu á byggingarreit og fjölgun íbúða. Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í fyrirspurnina en bendir fyrirspyrjanda á að fá frekari upplýsingar hjá Minjastofnum um heimild til niðurrifs núverandi húss.

5.Söluvefur lóða - samningur

2001274

Sædís Sigurmundsdóttir verkefnastjóri og Stefán Þór Steingrímsson byggingarfulltrúi kynna nýjan vef, um lóðarmál.
Skipulags- og umhverfisráð þakka Sædísi Sigurmundsdóttur og Stefáni Þór Steingrímssyni góða kynningu.

6.Æðaroddi 36 - umsókn um byggingarleyfi

2008204

Umsókn um byggingarleyfi þar sem óskað er eftir breytingum á hesthúsi á Æðarodda 36. Jafnframt er óskað eftir að setja upp taðstíu á lóðinni Æðarodda 38.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að útbúa viðauka við lóðarleigusamning.

7.Deiliskipulag Skógahverfi 1. áfangi - Asparskógar 6

2008164

Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að hluti íbúða í húsinu nái ekki í gegnum bygginguna.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimilað verði frávik í deiliskipulagi Skógahverfis 1. áfanga, varðandi lóð við Asparskóga 6 um að hluti íbúða þurfi ekki að vera gegnumgangandi sbr. Grein 3.6 í greinargerð með skipulaginu.

Frávikið verði heimilað skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010, breytingarnar eru í samræmi við meginatriði deiliskipulagsins og hafa engin áhrif á hagsmuni annarra en lóðarhafa og Akranesbæjar og teljast þær því óverulegar.

RS og GS samþykkja afgreiðslu málsins.

ÓA situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00