Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

172. fundur 21. september 2020 kl. 08:15 - 10:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Jaðarsbraut 9, Nýjar svalir - umsókn um byggingarleyfi

1906126

Óskað er að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir nýjum svölum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að byggingarleyfið verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum við Jaðarsbraut 7 og 11.

2.Jaðarsbraut 33 - umsókn um byggingarleyfi

2007110

Umsókn um byggingarleyfi fyrir svölum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að byggingarleyfið verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum við Jaðarsbraut 31 og 35.

3.Deiliskipulag Flóahverfi - Lækjarflói 10A

2009095

Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis vegna Lækjarflóa 10A. Breytingin felst í að stækka byggingarreit, engin breyting er á nýtingarhlutfalli lóðar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin/frávikið verði heimilað í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

4.Deiliskipulag Dalbrautarreits - Dalbraut 6

2008220

Beiðni um skipulagsbreytingu, nánari gögn.
Fyrirspurn um stækkun byggingarreits á 3. og 4. hæð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að forkynna breytingu á deiliskipulagi Dalbrautareits er varðar lóð við Dalbraut 6. Breytingin felst í eftirfarandi:

Stækkun byggingarreits á 3. og 4. hæð. Byggingareitur verði þannig á 3. hæð að hann nái yfir alla hæðina (alveg eins og 2. hæðin). Byggingarreitur á 4. hæð verði þannig að hann nái að hluta til inn á norðvestur-álmu, en verði inndregin um 2 metra (götu megin) í samræmi við suðvestur-álmu í deiliskipulagi.

Nýtingarhlutfall yrði 1,73 í stað 1,57.

Íbúðir verði samtals 31 að hámarki í stað 27.

Fjöldi bílastæða verði 1,2 á hverja íbúð óháð stærð.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að drög að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst og í framhaldinu kynnt á kynningafundi áður en endanleg afstaða til skipulagsbreytingarinnar verður tekin. Þess verði gætt að lóðarhafar við Dalbraut sem gerðu athugsemdir við skipulagið á sínum tíma fái vitneskju um ofangreindar fyrirætlanir.



5.Deiliskipulag Skógarhverfi áf. 4 - breyting á skilmálum

2008223

Frávik frá skipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gerð verði breyting á deiliskipulagi 4. áfanga Skógahverfis, sem felst í því að suðausturlóðamörk lóða nr. 1, 3 og 5 við Asparskóga verði færð um 4 m og verði við akbrautarkant. Með breytingunni verða bílastæði samsíða Asparskógum innan lóða en skv. skilmálum eru þau meðtalin í bílastæðaþörf lóðanna. Kvöð verður á lóðunum um að Akraneskaupstaður leggi og viðhaldi gangstétt innan lóðanna meðfram Asparskógum skv. deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að ákvæðum deiliskipulags um hámarksvegghæð á lóðum nr. 1, 3, 5 og 7 verði breytt þannig að hámarksvegghæð húsa með einhalla þaki verði 7,5 m í stað 6,5 m en hámarkshæð bygginga, 9,1 m yfir gólfkóta 1. hæðar, er óbreytt. Skýringarmynd í skipulagsskilmálum verður uppfærð til samræmis.

Veitt er undanþága um að svalagangar verði heimilaðir á lóð nr. 3 við Asparskóga.

Breytingarnar eru í samræmi við meginatriði deiliskipulagsins og hafa engin áhrif á hagsmuni annarra en lóðarhafa og Akraneskaupstaðar og teljast þær því óverulegar. Lagt er til að farið verði með þær skv. 3. mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt: RS og GS
Situr hjá: ÓA

6.Snjómokstur 2020 til 2025 - útboð

2009022

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri kynnti væntanlegt útboð á snjómokstri. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að samið verði við Mannvit um útboðsgögn. Verktími útboðs skal vera fimm ár með framlengingarmöguleika um tvö ár til viðbótar.

Ólafur Adolfsson víkur af fundi eftir þennan fundarlið.

7.Aðalskipulag - breyting Hausthús

2009133

Lögð fram lýsing vegna breytinga á aðalskipulagi.
Einar Brandsson tekur sæti á fundinum í stað Ólafs Adolfssonar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst.

8.Deiliskipulag Hausthús

2009134

Lögð fram lýsing á deiliskipulagi
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst.

9.Jaðarsbakkar 1 - viðhald áhorfendastúku.

2008213

Málið kynnt.

10.Jafnlaunavottun - úttekt

2005060

Á 1317. fundi bæjarstjórnar þann 8. september 2020 var Jafnlaunavottun úttekt, vísað til umsagnar í fagráðum, ungmennaráði og öldungaráði Akraness.
Steinar Adolfsson sviðsstjóri fjármálasviðs kemur inn á fundinn undir þessum lið. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar með athugasemdum. Steinar víkur af fundi.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00