Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

175. fundur 05. október 2020 kl. 08:15 - 12:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdis Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun gjaldskrár fyrir gatnagerðargjöld og tengigjald fjárveitu

2003038

Drög að breyttri gatnagerðargjaldskrá lögð fram. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

2.Þekjan - íþróttahús framkvæmdir

2009069

Mánudaginn 28. september s.l. voru opnuð tilboð í þekjuna, innan og utanhússfrágangur 2020.
Eftirfarandi tilboð bárust.
GS Import ehf kr. 39.982.200
Skagaver ehf. kr. 36.872.130
SF smiðir ehf. kr. 33.870.034
Kostnaðaráætlun kr. 31.212.500

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

3.Mastur vegna fjarskiptaþjónustu

2009166

Beiðni Símans um staðsetningu á fjarskiptamastri.
Beiðni Símans lögð fram. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

4.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Unnið við greinargerð vegna endurskoðunar aðalskipulags ásamt skipulagshöfundi Árna Ólafssyni arkitekt. Haldið verður áfram með málið á næsta fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Fundi slitið - kl. 12:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00