Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

176. fundur 12. október 2020 kl. 08:15 - 10:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Fundurinn haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Aðalskipulag - stækkun Skógarhverfis.

2004169

Bréf Umhverfisstofnunar
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi svar sviðsstjóra vegna umsagnar Umhverfisstofnunar dagsetta 29.9.2020, vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness 2006-2017 og deiliskipulögum Garðalundar og Skógahverfis.

2.Innanbæjarstrætó - frístundastrætó

2001125

Greinargerð um núverandi stöðu innanbæjarstrætó og framtíðarmöguleika.
Lögð fram greinargerð Jóns Ólafssonar verkefnastjóra varðandi valkosti sem horfa þarf til og taka ákvörðun um, varðandi útboð á innanbæjarakstri strætó.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að vinnu við útboðsgögn verði hraðað. Í þeirri vinnu verði tekið tillit til að auka þjónustu á álagstímum og leiðakerfi að nýjum stöðum. Haft verði frekara samráð í þessari vinnu við skóla og íþróttahreyfinguna. Stefnt skal að þvi að niðurstöðu úr því samráði verði lokið fyrir n.k. mánaðamót.

3.Snjómokstur 2020 til 2025 - útboð

2009022

Farið yfi drög að útboðsgögnum. Sviðsstjóra falið að klára útboðsgögn til auglýsingar.

4.Endurskoðun gjaldskrár fyrir gatnagerðargjöld og tengigjald frárveitu

2003038

Drög að breyttri gjaldskrá.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi drög að breyttri gjaldskrá.

5.Deiliskipulag Dalbrautarreits - Þjóðbraut 5

2010095

Beiðni frá Byggingafélaginu Bestla um breytingu á deiliskipulagi Dalbrautareits.
Erindi lóðarhafa, um heimild til að breyta deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna Þjóðbrautar 5.
Breytingar felast m.a. í notkunarbreytingu þ.e. íbúðir verða á 1. hæð sem snýr að Þjóðbraut í stað rýmis fyrir miðbæjarstarfsemi s.s. verslun, þjónusta eða skrifstofur. Ennfremur verður breyting á nýtingarhlutfalli m.a vegna stækkunar á bílakjallara. Nýtingarhlutfall lóðar miðast við A-rými. Það hækkar úr 1,36 í 1,42. Til viðbótar kemur 16% hækkun fyrir B-rými. Heildarnýtingarhlutfall á lóð Þjóðbrautar 3 verður 1,65 (A og B rými).

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir eigendum á Þjóðbraut 1 Þjóðbraut 3, Dalbraut 4, Dalbraut 6 og Dalbraut 8.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (RBS, ÓA, GS, SPH, HS, SÞS)

Fundi slitið - kl. 10:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00