Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Fundurinn haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Aðalskipulag - stækkun Skógarhverfis.
2004169
Árni Ólafsson skipulagshönnuður tekur sæti á fundinum.
Í tillögunni felst stækkun Skógarhverfis til norðurs og austurs, að íþróttasvæði við Skógarhverfi verði breytt í útivistarsvæði, tjaldsvæði við Garðalund verði útivistarsvæði, mörkum Garðalundar verði breytt og miðist við gömlu skógræktarmörkin, gert verði ráð fyrir nýrri gatnatengingu við Akrafjallsveg (þjóðveg) norðan Skógarhverfis og að svæði fyrir verslun og þjónustu (hótelreitur) verði fellt út og verði útivistarsvæði. Jafnframt er stígakerfi lagað að breyttum mörkum Skógarhverfis.
Fjórar athugasemdir bárust við breytinguna. Skipulags- og umhverfisráð leggur fram til bæjarstjórnar meðfylgjandi greinargerð dagsetta 2.11.2020 sem svör við þeim athugasemdum.
Í tillögunni felst stækkun Skógarhverfis til norðurs og austurs, að íþróttasvæði við Skógarhverfi verði breytt í útivistarsvæði, tjaldsvæði við Garðalund verði útivistarsvæði, mörkum Garðalundar verði breytt og miðist við gömlu skógræktarmörkin, gert verði ráð fyrir nýrri gatnatengingu við Akrafjallsveg (þjóðveg) norðan Skógarhverfis og að svæði fyrir verslun og þjónustu (hótelreitur) verði fellt út og verði útivistarsvæði. Jafnframt er stígakerfi lagað að breyttum mörkum Skógarhverfis.
Fjórar athugasemdir bárust við breytinguna. Skipulags- og umhverfisráð leggur fram til bæjarstjórnar meðfylgjandi greinargerð dagsetta 2.11.2020 sem svör við þeim athugasemdum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að á grunni ofangreindar greinargerðar, að auglýst tillaga verði samþykkt óbreytt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
2.Deiliskipulag Skógarhverfis áfangi 3 A
2005360
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir þéttri byggð einbýlis- og raðhúsa á einni til tveim hæðum. Einnig er gert ráð fyrir opnum svæðum með vatnsfarvegi sem er liður í ofanvatnslausnum og nýtist sem útivistarsvæði.
Fjórar athugasemdir bárust við þær skipulagstillögur, sem auglýstar voru samtímis, og eiga tvær þeirra beinlínis við deiliskipulagstillöguna. Skipulags- og umhverfisráð leggur fram til bæjarstjórnar meðfylgjandi greinargerð dagsetta 2.11.2020 sem svör við þeim athugasemdum.
Fjórar athugasemdir bárust við þær skipulagstillögur, sem auglýstar voru samtímis, og eiga tvær þeirra beinlínis við deiliskipulagstillöguna. Skipulags- og umhverfisráð leggur fram til bæjarstjórnar meðfylgjandi greinargerð dagsetta 2.11.2020 sem svör við þeim athugasemdum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að á grunni ofangreindar greinargerðar að auglýst tillaga verði samþykkt óbreytt, og send Skipulagsstofnun og auglýst í B deild Stjórnartíðinda.
3.Deiliskipulag Garðalundar og Lækjarbotna - endurskoðun
1906111
Í skipulaginu er m.a. gerð grein fyrir afmörkun skógræktar og opinna svæða, aðkomu ökutækja, bílastæðum, stígakerfi, tengslum við aðliggjandi svæði, leiksvæðum, matjurtargörðum, núverandi og fyrirhuguðum byggingum. Við gildistöku nýs deiliskipulags verður deiliskipulag Garðalundar frá 2010 fellt úr gildi.
Fjórar athugasemdir bárust við þær skipulagstillögur, sem auglýstar voru samtímis, og eiga tvær þeirra beinlínis við deiliskipulagstillöguna. Skipulags- og umhverfisráð leggur fram til bæjarstjórnar meðfylgjandi greinargerð dagsetta 2.11.2020 sem svör við þeim athugasemdum.
Árni Ólafsson víkur af fundi eftir þennan fundarlið.
Fjórar athugasemdir bárust við þær skipulagstillögur, sem auglýstar voru samtímis, og eiga tvær þeirra beinlínis við deiliskipulagstillöguna. Skipulags- og umhverfisráð leggur fram til bæjarstjórnar meðfylgjandi greinargerð dagsetta 2.11.2020 sem svör við þeim athugasemdum.
Árni Ólafsson víkur af fundi eftir þennan fundarlið.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn á grunni ofangreindar greinargerðar að auglýst tillaga verði samþykkt óbreytt og send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
4.Deiliskipulagsbreyting Akratorgsreits - Skólabraut 19
2008110
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Akratorgsreits vegna Skólabrautar 19. Breytingin felst í að skilgreinabyggingarreit fyrir nýjar útitröppur og svalir á 2. hæð. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
5.Flóahverfi - gróðursetning
2010234
Gróðursetning í Flóahverfi.
Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum fundarlið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi hugmyndir um gróðursetningu meðfram Flóahverfi.
Alfreð víkur af fundi eftir þennan fundarlið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi hugmyndir um gróðursetningu meðfram Flóahverfi.
Alfreð víkur af fundi eftir þennan fundarlið.
6.Ægisbraut 21 - umsókn um afnot af lóð
2010237
Fyrirspurn um afnot af lóð.
Lóðin hefur ekki verið á lóðarlista m.t.t. þess að verið er að breyta aðalskipulagi á svæðinu. Því er ekki hægt að verða við erindinu.
7.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2021-2024
2010230
Farið yfir yfir drög af fjárfestingaáætlun 2021-2025.
Farið var yfir drög að fjárfestingar- og framvæmdaáætlun fyrir árin 2021 til 2025.
8.Sementsreitur - gjaldskrá
2010266
Drög að gjaldskrá.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri fór yfir hugmyndir að sértækri gatnagerðargjaldskrá við Sementsreit. Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarráðs að gatnagerðargjaldskrá við Sementsreit verði 25% hærri, en almenn gatnagerðargjaldskrá utan gjaldflokkur um einbýlishús.
9.Akratorg skautasvell - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2010074
Fyrirspurn um að sett verði upp tímabundið skautasvell á Akratorgi.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið. Alferð Þór Alfreðssyni rekstrarstjóra áhaldahúss falið að fá frekari upplýsingar um málið frá erindishafa.
Fundarmenn samþkktu fundargerðina með rafrænum hætti
Sign. (RBS, ÓA, GS, SPH, HS, SÞS, SFÞ)
Sign. (RBS, ÓA, GS, SPH, HS, SÞS, SFÞ)
Fundi slitið - kl. 11:15.