Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Jaðarsbakkar 1 - hönnun
2006228
Starfshópur "hönnun áfanga 1 á Jaðarsbökkum" ásamt hönnuðum frá Ask arkitektum fer yfir fyrirliggjandi forteikningar sem liggja fyrir varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum fyrsti áfangi.
Sameiginlegur dagskrárliður skipulags- og umhverfisráðs og skóla- og frístundaráðs, bæjarfulltrúum var boðið að sitja þennan dagskrárlið sem áheyrnafulltrúar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða kynningu og leggur til við bæjarráð, að á grunni fyrirliggjandi forteikninga verði vinnu við arkitektahönnun haldið áfram og verkfræðihönnunin boðin út.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða kynningu og leggur til við bæjarráð, að á grunni fyrirliggjandi forteikninga verði vinnu við arkitektahönnun haldið áfram og verkfræðihönnunin boðin út.
2.Mastur vegna fjarskiptaþjónustu
2009166
Uppsetning á fjarskiptamöstrum til að auka þjónustu og öryggi íbúa og fyrirtækja, í ljósi þess að farsímasamband er ábótavant á vissum stöðum á Akranesi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að fjarskiptamöstur til að bæta farsímasamband á Akranesi verði staðsett við Garðalund annarsvegar og Flóahverfi hinsvegar. Staðsetningar á háum fjarskiptamöstrum verði kynntar sem skipulagsbreytingar.
3.Skipulag Breið - Breiðarsvæði
2012038
Breið þróunarfélag, skipulag á Breiðarsvæði.
Fyrir liggur vilji Breið þróunarfélags að hefja skipulagsferli á Breiðarsvæði. Skipulags- og umhverfisráð telur mikilvægt að samtal við Breið þróunarfélag eigi sér stað um hvernig best sé að standa að þeirri skipulagsvinnu.
Lagt er til að á næsta fundi ráðsins verði rætt við forsvarsmenn Breið Þróunarfélags um tilhögun á vinnu skipulags á Breiðarsvæðinu.
Lagt er til að á næsta fundi ráðsins verði rætt við forsvarsmenn Breið Þróunarfélags um tilhögun á vinnu skipulags á Breiðarsvæðinu.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 10:15.