Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Grjótkelduflói - landamerki
2002293
Sameiginlegur dagskrárliður bæjarráðs og skipulags- og umhverfisráðs.
Upplýsingagjöf frá bæjarstjóra um stöðu málsins miðað við nýjustu samskipti við Hvalfjarðarsveit.
Upplýsingagjöf frá bæjarstjóra um stöðu málsins miðað við nýjustu samskipti við Hvalfjarðarsveit.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að vísa málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
2.Sementsverksmiðjan
2101080
Sameiginlegur dagskrárliður bæjarráðs og skipulags- og umhverfisráðs.
Óhapp varð hjá Sementverksmiðjunni þriðjudaginn 5. janúar síðastliðinn og tjón hlaust af á nálægum bílum og mannvirkjum.
Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar og Þorsteinn Víglundsson stjórnarformaður Sementsverksmiðjunnar og forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins koma inn á fundinn.
Óhapp varð hjá Sementverksmiðjunni þriðjudaginn 5. janúar síðastliðinn og tjón hlaust af á nálægum bílum og mannvirkjum.
Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar og Þorsteinn Víglundsson stjórnarformaður Sementsverksmiðjunnar og forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins koma inn á fundinn.
Formaður bæjarráðs bauð fundarmenn velkomna til fundar.
Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri og Þorsteinn Víglundsson stjórnarformaður gerðu grein fyrir málavöxtum, ástæðum óhappsins, viðbrögðum, úrvinnslu og aðgerðum í framhaldinu til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.
Um mannleg mistök var að ræða sem þeir, f.h. Sementsverksmiðjunnar harma og líta mjög alvarlegum augum. Þeir vilja sérstaklega koma á framfæri þökkum til Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar fyrir þeirra viðbrögð og veitta aðstoð í kjölfar óhappsins sem og til þeirra fyrirtækja á Akranesi sem komið hafa að úrvinnslu málsins í framhaldinu.
Jafnframt þakka þeir bæjaryfirvöldum fyrir að eiga kost á að koma á fund með fulltrúum bæjarráðs og skipulags- og umhverfisráðs og gera grein fyrir sjónarmiðum fyrirtækisins.
Fulltrúar bæjarráðs og skipulags- og umhverfisráðs, bæjarstjóri og forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar áttu frekara samtal um atburðinn, orsök, afleiðingar, viðbrögð og úrvinnslu Sementsverksmiðjunnar á óhappinu til skemmri og lengri tíma.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Gunnari og Þorsteini fyrir komu þeirra á fundinn.
Skipulags- og umhverfisráð lítur óhappið alvarlegum augum en telur viðbrögð forsvarsmanna Sementsverksmiðjunnar til marks um að fyrirtækið líti málið sömu augum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að þeir aðilar, íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna óhappsins, fái viðunandi úrlausn sinna mála sem og að fyrirtækið upplýsi sem best og sem víðast þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í framhaldinu til að lágmarka sem mest áhættuna af því að svona nokkuð geti endurtekið sig. Skipulags- og umhverfisráð bendir á þann möguleika að nýta heimasíðu Akraneskaupstaðar til upplýsingagjafar til íbúa og annarra ef vilji forsvarsmanna Sementsverkmiðjunnar stendur til þess.
Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri og Þorsteinn Víglundsson stjórnarformaður gerðu grein fyrir málavöxtum, ástæðum óhappsins, viðbrögðum, úrvinnslu og aðgerðum í framhaldinu til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.
Um mannleg mistök var að ræða sem þeir, f.h. Sementsverksmiðjunnar harma og líta mjög alvarlegum augum. Þeir vilja sérstaklega koma á framfæri þökkum til Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar fyrir þeirra viðbrögð og veitta aðstoð í kjölfar óhappsins sem og til þeirra fyrirtækja á Akranesi sem komið hafa að úrvinnslu málsins í framhaldinu.
Jafnframt þakka þeir bæjaryfirvöldum fyrir að eiga kost á að koma á fund með fulltrúum bæjarráðs og skipulags- og umhverfisráðs og gera grein fyrir sjónarmiðum fyrirtækisins.
Fulltrúar bæjarráðs og skipulags- og umhverfisráðs, bæjarstjóri og forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar áttu frekara samtal um atburðinn, orsök, afleiðingar, viðbrögð og úrvinnslu Sementsverksmiðjunnar á óhappinu til skemmri og lengri tíma.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Gunnari og Þorsteini fyrir komu þeirra á fundinn.
Skipulags- og umhverfisráð lítur óhappið alvarlegum augum en telur viðbrögð forsvarsmanna Sementsverksmiðjunnar til marks um að fyrirtækið líti málið sömu augum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að þeir aðilar, íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna óhappsins, fái viðunandi úrlausn sinna mála sem og að fyrirtækið upplýsi sem best og sem víðast þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í framhaldinu til að lágmarka sem mest áhættuna af því að svona nokkuð geti endurtekið sig. Skipulags- og umhverfisráð bendir á þann möguleika að nýta heimasíðu Akraneskaupstaðar til upplýsingagjafar til íbúa og annarra ef vilji forsvarsmanna Sementsverkmiðjunnar stendur til þess.
3.Heiðarbraut 57 breyting í tvær íbúðir - umsókn um byggingarleyfi
2011023
Grenndarkynnt var frá 3. desember 2020 til 7. janúar 2021, fyrir eigendum við Stillholt 2, 9, 11, 13 og Brekkubraut 10. Samþykki barst frá eigendum íbúðar 0102 að Stillholti 2. Ekki bárust athugsemdir við breytinguna.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi úr einni íbúð í tvær við Heiðarbraut 57 verði samþykkt, send skipulagsstofnun og auglýst i B-deild stjórnartíðinda.
4.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar
1811112
Óskað var eftir umsögnum um Umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar til 14. desember 2020.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar athugasemdir. Stefnt skuli að því að endanleg umhverfisstefna sem m.a. tekur mið af framlögðum ábendingum verði lögð sem fyrst fram fyrir ráðið að nýju.
5.Suðurgata 50A -Kynning á viðbyggingu
2011087
Óskað er eftir að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir breytingu á húsnæðinu að Suðurgötu 50A. Breytingin felst í að breyta notkun hússins og að byggja hæð ofan á húsið.
Ekki er til deiliskipulag af svæðinu.
Ekki er til deiliskipulag af svæðinu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir eigendum Suðurgötu 50,48,45 og Akursbraut 3, 5, 17 og 22.
6.Esjubraut - athugasemdir íbúa vegna umferðar
2008079
Ósk um upplýsingar varðandi umferð á Esjubraut frá Vesturgötu að Kalmanstorgi.
Verið er að skoða útfærslur á Esjubraut frá Vesturgötu að Kalmanstorgi m.t.t. öryggisþátta, bílastæða og stígs sem verður í framhaldi af göngustíg frá Þjóðbraut niður að Kalmanstorgi.
Útfærslan verður kynnt íbúum áður en hún fær endanlega afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði. Stefnt er að því að sú kynning fari fram á vormánuðum 2021.
Útfærslan verður kynnt íbúum áður en hún fær endanlega afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði. Stefnt er að því að sú kynning fari fram á vormánuðum 2021.
7.Akratorg- miðpunktur mannlífs og menningarviðburða- heildarbragur með hliðsjón af umferðarhraða og aðbúnaði- Bæjarstjórn unga fólksins
2011151
Umferðarhraði við við Akratorg og nágrenni.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir að ná niður ökuhraða við aðliggjandi götur að Akratorgi. Fyrir liggur í umferðaöryggisáætlun um slíkar aðgerðir. Skipulags-og umhverfisráð felur Skipulags- og umhverfissviði frekari úrvinnslu málsins.
8.Höfðasel og Breiðargata - yfirborð gatna 2020
2101052
Mánudaginn 21. desember 2020 kl. 11:05, voru opnuð tilboð í verkið "Höfðasel og Breiðargata - Yfirborð 2020".
Eftirtalin tilboð bárust:
Skóflan hf. kr. 27.840.000
Þróttur ehf. kr. 26.156.310
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Skóflan hf. kr. 27.840.000
Þróttur ehf. kr. 26.156.310
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
9.Leikskóli Skógarhverfi - hönnun og samningar
2008156
Mánudaginn 4. janúar 2021 var opnað tilboð í verkið "Leikskólinn Asparskógum - jarðvinna."
Eftirfarandi tilboð bárust:
Íslandsgámar ehf. kr. 59.465.000
Skóflan hf. kr. 43.490.000
Snókur verktakar ehf. kr. 44.545.000
Þróttur ehf. kr. 44.267.500
BÓB sf. kr. 57.246.800
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Íslandsgámar ehf. kr. 59.465.000
Skóflan hf. kr. 43.490.000
Snókur verktakar ehf. kr. 44.545.000
Þróttur ehf. kr. 44.267.500
BÓB sf. kr. 57.246.800
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
10.Háholt 17 - bílastæðamál
2101066
Fyrirspurn um að setja bílastæði innan lóðar.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið. Tekið er fram að lóðarhafi skuli bera allan kostnað vegna framkvæmdarinnar. Haft skal samráð við skipulags-og umhverfissvið varðandi nánari útfærslur.
11.Langisandur, Guðlaug, Sólmundarhöfði - Útivistarsvæði, hönnun, skipulag og framkvæmdir
1903467
Tilnefning í dómnefnd fyrir deiliskipulag útivistarsvæðis á Langasandi, Sólmundarhöfða o.fl.
Skipulags-og umhverfisráð leggur til að í dómnefnd af hálfu Akraneskaupstaðar vegna hönnunarsamkeppni á Langsandssvæði verði Ragnar Sæmundsson, Ólafur Adolfsson og starfsmaður á skipulags- og umhverfissviði.
12.Skipulag Breið - Breiðarsvæði
2012038
Bréf dags. 4. jan. 2021 frá Brim hf og Brim þróunarfélags ses, varðandi skipulag á Breiðarsvæði.
Skipulags-og umhverfisráð tekur undir með bréfriturum að hafin verði vinna við endurskoðun á skipulagi á Breiðinni. Hafnar verði viðræður við landeigendur á Breið með hvaða hætti best er að standa að slíkri skipulagsvinnu.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign. (RBS, ÓA, GS, SPH, HS, SÞS)
Sign. (RBS, ÓA, GS, SPH, HS, SÞS)
Fundi slitið - kl. 19:40.