Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

186. fundur 08. febrúar 2021 kl. 16:15 - 20:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdis Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Flóahverfi - atvinnuuppbygging

2102048

Atvinnuuppbygging í Flóahverfi.
Alexander Eiríksson, Guðmundur Einarsson og Runólfur Þór Sigurðsson tæknifræðinur kynntu hugmyndir sínar um atvinnuppbygginu í Flóahverfi. Skipulags- og umhverfisráð þakkar þeim fyrir góða kynningu.

2.Deiliskipulag Dalbraut Þjóðbraut - breyting á deiliskipulagi

2012145

Tillögur til umræðu.
Árni Ólafsson skipulagshöfundur fór yfir drög að breytingum á deiliskipulagi á Dalbraut-Þjóðbraut. Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða kynningu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram ásamt skipulagshöfundi.

3.Deiliskipulag Dalbraut Þjóðbraut - Dalbraut 10 - Fjöliðjan

2102053

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Dalbrautar 10.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til skipulagsbreytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir fasteignaeigendum við Dalbraut 8, 14, 15, 16 17, 19, 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 43, 45, 47, 49, 51, 53, 55, 57, 59 og Þjóðbraut 9 og 11.

4.Asparskógar 1 - fyrirspurn til byggingarfulltrúa

2101298

Fyrirspurn um að heimila svalaganga.
Árni Ólafsson skipulagshöfundur fór yfir minnisblað sitt varðandi fyrirspurn um að heimila svalaganga á Asparskógum 1. Skipulagsfulltrúa ásamt skipulagshöfundi falið að vinna málið frekar fyrir næsta fund ráðsins.

5.Asparskógar 5 - Fyrirspurn til Skipulagsfulltrúa

2101295

Fyrirspurn um að heimila svalaganga.
Árni Ólafsson skipulagshöfundur fór yfir minnisblað sitt varðandi fyrirspurn um að heimila svalaganga á Asparskógum 1. Skipulagsfulltrúa ásamt skipulagshöfundi falið að vinna málið frekar fyrir næsta fund ráðsins.

6.Deiliskipulag - Garðabraut 1

1911181

Ferli frestað.
Nýr lóðarhafi óskar eftir því að skipulagsferli sem verið hefur i gangi verði frestað. Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir því að þeir sem gerðu athugsemdir við deiliskipulagstillöguna verði látnir vita af stöðu málsins.

7.Deiliskipulag Voga - Vogar 17, Flæðilækur

2008218

Umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að breytingin verði grenndarkynnt í samræmi við 2.mgr. 43.gr Skipulagslaga nr.123/2010.

Grenndarkynnt verði fyrir Hestamannafélagi Dreyra, sem eru með aðstöðu til hliðar við það svæði sem skipulagsbreyting nær til.

Tekið skal fram að Akraneskaupstaður mun ekki hafa millgöngu um samskipti lóðarhafa og veitna/ON varðandi tengingar lagna inn á svæðið. Allur kostnaður vegna skipulagsbreytingar fellur á lóðarhafa.

8.Atvinnulóðir í Flóahverfi - gjaldskrá

2101255

Ívilnun á gatnagerðargjöldum í Flóahverfi.
Lögð fram greinargerð ásamt drögum að samningi er varðar frestun gatnagerðargjalda í Flóahverfi. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að heimila frestun á greiðslu gatnagerðargjalda í Flóahverfi á grunni ofangreindra gagna.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.



Sign. (RBS., ÓA., GS., SPH., KJH., HMÁ., HS., SFS.)

Fundi slitið - kl. 20:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00