Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Loftgæði í Grundaskóli
2103009
Skýrsla Verkís.
2.Esjuvellir 8 bílskúr - umsókn um byggingarleyfi
2011264
Erindið var grenndarkynnt fyrir Esjuvöllum 4, 6 og 10, frá 27. janúar til 2. mars 2021. Engar athugasemdir bárust, samþykki barst frá Esjuvöllum 10.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimila byggingarleyfi á bílskúr í samræmi við meðfylgjandi gögn á lóð nr. 8 við Esjuvelli.
3.Hleðslustöðvar á Akranesi - samstarf 2021
2012296
Umsóknir um styrki fyrir hleðslustöðvar við fjölbýlishús.
Skipulags- og umverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð Jóns Ólafssonar verkefnastjóra um úthlutun á styrkjum til hleðslustöðva á árinu 2021.
4.Skipulagsmál - almennt
2103052
Staða skipulagsmála á skipulags- og umhverfissviði.
Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu skipulagsmála. Farið var yfir hvað er framundan í aðskildum deiliskipulagsmálum og endurskoðun aðalskipulags Akraness.
5.Deiliskipulag Dalbrautarreits - Dalbraut 6
2008220
Svör við athugasemdum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við breytingar á deiliskipulaginu.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að ofangreind greinargerð skipulagsfulltrúa verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugsemda sem bárust við deiliskipulagsbreytingunni.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að ofangreind greinargerð skipulagsfulltrúa verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugsemda sem bárust við deiliskipulagsbreytingunni.
6.Hótel - fyrirspurn
2102286
Erindi til skipulags- og umhverfisráðs.
Lagt fram bréf Snorra Hjaltasonar um framhald máls.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að forsvarsmenn Golfklúbbsins Leynis verði boðaðir á næsta fund ráðsins til að ræða næstu skref.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að forsvarsmenn Golfklúbbsins Leynis verði boðaðir á næsta fund ráðsins til að ræða næstu skref.
7.Skógarhverfi 3A - framkvæmdaleyfi
2103032
Framkvæmdaleyfi gatnagerð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja
framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðir í Skógahverfi 3A, skv. 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðir í Skógahverfi 3A, skv. 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
8.Flóahverfi - þróunarsvæði
2102301
Iðnaðarhverfi þróunarsvæði.
Skipulags- og umhverfisráð felur bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að hafa frekara samráð við Merkjaklöpp varðandi þróun og framtíðarhugmyndir á svæðinu.
9.Faxabraut - athugasemdir Vegagerðarinnar
2103042
Bréf Vegagerðarinnar vegna Faxabrautar.
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar vegna umferðaröryggismála við Faxabraut.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að vera í samráði við Vegagerðina varðandi lausnir á umferðaröryggismálum við Faxabraut.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að vera í samráði við Vegagerðina varðandi lausnir á umferðaröryggismálum við Faxabraut.
10.Slökkvilið - tækjabúnaður
2011281
Bréf Jens H Ragnarssonar slökkviliðsstjóra SAH dags. 23. febrúar 2021.
Jens H Ragnarsson slökkviliðsstjóri SAH sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram minnisblað Jens H Ragnarssonar um kaup á körfubíl til SAH.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2021 um kaup á körfubíl.
Lagt fram minnisblað Jens H Ragnarssonar um kaup á körfubíl til SAH.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2021 um kaup á körfubíl.
11.Starfsmannamál - skipulags- og umhverfissvið
2103051
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að leggja fram greinargerð til bæjarráðs um nauðsyn á fjölgun starfa á sviðinu m.t.t. núverandi og væntanlegrar verkefnastöðu.
Fundi slitið - kl. 21:00.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til eftirfarandi:
Staðbundin vandamál í unglingaálmu verði löguð sem fyrst.
Skipulags- og umhverfissvið í samstarfi við skóla- og frístundasvið komi með drög að aðgerðaráætlun varðandi aðra hluta skólans. Liðir í aðgerðaráætlun verði kostnaðarmetnir.