Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

189. fundur 08. mars 2021 kl. 16:15 - 21:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Loftgæði í Grundaskóli

2103009

Skýrsla Verkís.
Lögð fram drög að greinargerð Verkís um loftgæði í Grundaskóla. Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss fór yfir stöðu mála.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til eftirfarandi:

Staðbundin vandamál í unglingaálmu verði löguð sem fyrst.

Skipulags- og umhverfissvið í samstarfi við skóla- og frístundasvið komi með drög að aðgerðaráætlun varðandi aðra hluta skólans. Liðir í aðgerðaráætlun verði kostnaðarmetnir.

2.Esjuvellir 8 bílskúr - umsókn um byggingarleyfi

2011264

Erindið var grenndarkynnt fyrir Esjuvöllum 4, 6 og 10, frá 27. janúar til 2. mars 2021. Engar athugasemdir bárust, samþykki barst frá Esjuvöllum 10.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimila byggingarleyfi á bílskúr í samræmi við meðfylgjandi gögn á lóð nr. 8 við Esjuvelli.

3.Hleðslustöðvar á Akranesi - samstarf 2021

2012296

Umsóknir um styrki fyrir hleðslustöðvar við fjölbýlishús.
Skipulags- og umverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð Jóns Ólafssonar verkefnastjóra um úthlutun á styrkjum til hleðslustöðva á árinu 2021.

4.Skipulagsmál - almennt

2103052

Staða skipulagsmála á skipulags- og umhverfissviði.
Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu skipulagsmála. Farið var yfir hvað er framundan í aðskildum deiliskipulagsmálum og endurskoðun aðalskipulags Akraness.

5.Deiliskipulag Dalbrautarreits - Dalbraut 6

2008220

Svör við athugasemdum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við breytingar á deiliskipulaginu.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að ofangreind greinargerð skipulagsfulltrúa verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugsemda sem bárust við deiliskipulagsbreytingunni.

6.Hótel - fyrirspurn

2102286

Erindi til skipulags- og umhverfisráðs.
Lagt fram bréf Snorra Hjaltasonar um framhald máls.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að forsvarsmenn Golfklúbbsins Leynis verði boðaðir á næsta fund ráðsins til að ræða næstu skref.

7.Skógarhverfi 3A - framkvæmdaleyfi

2103032

Framkvæmdaleyfi gatnagerð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja
framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðir í Skógahverfi 3A, skv. 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

8.Flóahverfi - þróunarsvæði

2102301

Iðnaðarhverfi þróunarsvæði.
Skipulags- og umhverfisráð felur bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að hafa frekara samráð við Merkjaklöpp varðandi þróun og framtíðarhugmyndir á svæðinu.

9.Faxabraut - athugasemdir Vegagerðarinnar

2103042

Bréf Vegagerðarinnar vegna Faxabrautar.
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar vegna umferðaröryggismála við Faxabraut.

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að vera í samráði við Vegagerðina varðandi lausnir á umferðaröryggismálum við Faxabraut.

10.Slökkvilið - tækjabúnaður

2011281

Bréf Jens H Ragnarssonar slökkviliðsstjóra SAH dags. 23. febrúar 2021.
Jens H Ragnarsson slökkviliðsstjóri SAH sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram minnisblað Jens H Ragnarssonar um kaup á körfubíl til SAH.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2021 um kaup á körfubíl.

11.Starfsmannamál - skipulags- og umhverfissvið

2103051

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að leggja fram greinargerð til bæjarráðs um nauðsyn á fjölgun starfa á sviðinu m.t.t. núverandi og væntanlegrar verkefnastöðu.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00