Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Asparskógar 1 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2101298
ÞG verk kemur á fundinn til að leggja fram sínar hugmyndir um svalaganga.
2.Asparskógar 5 - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2101295
Lóðarhafar komu á fund skipulagsfulltrúa og formanns skipulags- og umhverfisráðs. Þar fóru þeir yfir sína afstöðu á málinu og samstarfsvilja, vegna svalaganga.
SH holding ehf. leggur fram beiðni um að svalagangar verði heimilaðir í deiliskipulagi fyrir Skógahverfi 4, sem sé í samræmi við hugmyndir þeirra um uppbyggingu.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.
Jafnframt bendir skipulags- og umhverfisráð á að samkvæmt gildandi skipulagi skal lóðarhafi bera undir skipulags- og byggingarfulltrúa gæði íbúða sbr. grein 2.1.1 í greinargerð með skipulaginu.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.
Jafnframt bendir skipulags- og umhverfisráð á að samkvæmt gildandi skipulagi skal lóðarhafi bera undir skipulags- og byggingarfulltrúa gæði íbúða sbr. grein 2.1.1 í greinargerð með skipulaginu.
3.Suðurgata 50A -Kynning á viðbyggingu
2011087
Bréf dags. 5. mars 2021, frá LEX lögmannsstofu, varðandi grenndarkynningu á Suðurgötu 50A.
Lagt fram. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
4.Deiliskipulag Garðalundar og Lækjarbotna - fjarskiptamastur.
2009166
Umsókn um staðsetningu á fjarskiptamastri.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að staðsetning mastursins verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt verði fyrir fasteignaeigendum við Baugalund 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og Jörundarholti 39, 41, 43, 45, 46, 141.
Grenndarkynnt verði fyrir fasteignaeigendum við Baugalund 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og Jörundarholti 39, 41, 43, 45, 46, 141.
5.Brekkubraut 3 breyting á bílskúr - fyrirspurn til byggingarfulltrúa
2102036
Fyrirspurn um breytingu á bílskúr sem er áfastur húsinu og stækka íbúðina inn í hann.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir frekari gögnum til grenndarkynningar.
6.Deiliskipulag Skógarhverfis 3C og 5
2103129
Farið yfir skipulagshugmyndir á svæðunum.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með Árna Ólafssyni arkitekt.
7.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030
1606006
Tímalína um næstu skref varðandi endurskoðun aðalskipulags.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfullrúa að vinna málið áfram.
8.Flóahverfi - þróunarsvæði
2102301
Vistvænir iðngarðar í Flóahverfi.
Skipulagsfulltrúa falið að leggja fram breytingar á skipulagi Flóahverfis m.t.t. þróunar á vistvænum iðngörðum.
9.Jaðarsbakkar 1 - 1. áfangi - hönnun
2006228
Verksamningur við Mannvit.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi verksamning við Mannvit vegna verkfræðihönnunar íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum 1.áfanga.
10.Jaðarsbakkar stúka - viðhald á stálvirki
2103107
Tilboð í verkið stúka Akranesvöllur.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Mögnun ehf.: kr. 10.527.600
Verkvík sandtak: kr. 9.907.600
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að semja við lægstbjóðanda.
Mögnun ehf.: kr. 10.527.600
Verkvík sandtak: kr. 9.907.600
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að semja við lægstbjóðanda.
11.Loftgæði í Grundaskóli
2103009
Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála varðandi loftgæði í Grundaskóla. Skipulags- og umhverfiráð leggur til við bæjarráð að farið verði sem fyrst í forhönnun á C-álmu, þar sem mismunandi valkostir verði teknir fyrir og umfang kostnaðarmetið.
Fundi slitið - kl. 14:50.
Agnar fór yfir hugmyndir ÞG verks um uppbyggingu á lóð fyrirtækisins á Asparskógum 1.
ÞG verk leggur fram beiðni um að svalagangar verði heimilaðir í deiliskipulagi fyrir Skógahverfi 4, sem sé í samræmi við hugmyndir þeirra um uppbyggingu.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.
Jafnframt bendir skipulags- og umhverfisráð á að samkvæmt gildandi skipulagi skal lóðarhafi bera undir skipulags- og byggingarfulltrúa gæði íbúða sbr. grein 2.1.1 í greinargerð með skipulaginu.