Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030
1606006
Vinna við endurskoðun á aðalskipulagi.
Árni Ólafsson skipulagshöfundur fór yfir uppfærslur á greinargerðinni. Stefnt skal að eftirfarandi tímalínu:
Ljúka greinargerð í apríl 2021,
Kynning til umsagnaraðila fari fram í maí 2021, ásamt kynningu til íbúa.
Sent til yfirferðar Skipulagsstofnunar í júní 2021.
Endurskoðun aðalskipulags auglýst á tímabilinu ágúst-september 2021.
Stefnt skal að því að endurskoðun aðalskipulags sé lokið í desember 2021.
Ljúka greinargerð í apríl 2021,
Kynning til umsagnaraðila fari fram í maí 2021, ásamt kynningu til íbúa.
Sent til yfirferðar Skipulagsstofnunar í júní 2021.
Endurskoðun aðalskipulags auglýst á tímabilinu ágúst-september 2021.
Stefnt skal að því að endurskoðun aðalskipulags sé lokið í desember 2021.
2.Deiliskipulag Skógarhverfis 3C og 5
2103129
Lögð fram skýrsla unnin af skipulagsfulltrúa um núverandi stöðu Skógarhverfis.
Skipulagsfulltrúi fór yfir greinargerð um núverandi stöðu Skógahverfis m.t.t. fjölda, gerða og stærða á íbúðum á svæðinu. Jafnframt var farið yfir mögulega breytingu á skipulagi við Skógahverfi 3A m.t.t. umferðarsjónarmiða. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með Árna Ólafssyni skipulagshöfundi.
3.Deiliskipulag Stofnanareits breyting - Vesturgata 163
2101220
Umsókn um að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús. Grenndarkynnt var frá 10. febrúar til 11. mars 2021, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Stofnanareits vegna Vesturgötu 163, verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
4.Deiliskipulag Voga - Vogar 17, Flæðilækur
2008218
Breyting á deiliskipulagi Voga vegna Voga-Flæðilækjar, sem felst í að skilgreina byggingarreit fyrir geymslu og viðgerðarhús. Breytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. greinar frá 25. febrúar til 30. mars 2021.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing birt í B-deild Stjórnartíðinda.
5.Deiliskipulag Æðarodda - Æðaroddi 40 breyting
2102298
Breyting á deiliskipulagi Æðarodda vegna Æðarodda 40, breyting á byggingarreit. Grenndarkynnt var frá 25. febrúar til 30. mars 2021, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Æðarodda vegna Æðarodda 40, verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
6.Deiliskipulag Dalbraut Þjóðbraut - Dalbraut 10 - Fjöliðjan
2102053
Breyting á deiliskipulagi Dalbraut - Þjóðbraut, vegna Dalbrautar 10 var grenndarkynt frá 16. febrúar til 18. mars 2021. Engar athugasemdir bárust, samþykki barst frá tveimur lóðum og ábending kom fram hjá Veitum um lagnir.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Dalbraut - Þjóðbraut, vegna Dalbrautar 10, verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
7.Suðurgata 50A - Kynning á byggingarleyfi
2011087
Fram komu tvær athugsemdir við grenndarkynninguna. Ennfremur kom bréf frá Lex lögmönnum f.h. lóðarhafa sem sótti um byggingarleyfið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar við framkomnum athugsemdum og bréfi frá Lex lögmönnum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa.
8.Æðaroddi - staðsetning á setþró og lögnum
2103304
Bréf frá Libra Lögmennum fyrir hönd Hestamiðstöðvarinnar Borgartún ehf. Vegna staðsetingu setþróar við hlið Æðarodda 33
Bréf frá Libra lögmönnum lagt fram. Skipulags-og umhverfisráð beinir því til Veitna að sem fyrst verði unnið plan um frambúðarlausn á fráveitumálum á Æðarodda.
9.Fasteignasjóður JS - aðgengismál fatlaðs fólks
2103179
Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs ásamt sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs að koma með tillögu að styrktækum verkefnum sem stuðla að bættu aðgengi fatlaðs fólks í stofnunum á vegum Akraneskaupstaðar.
10.Húsnæði fyrir fatlaða - lóð
2103321
Lóðarval fyrir Búsetukjarna fyrir fatlað fólk, farið yfir mögulegar staðsetningar í bænum.
Farið yfir hugsanlegar staðsetningar á búsetukjarna fyrir fatlað fólk, horft er m.a. til þéttingar byggðar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
11.Flóahverfi - þróunarsvæði
2102301
Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa um áframhaldandi vinnu við Flóahverfi.
Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu málsins og sagði m.a. frá skýrslu sem Landsvirkjun er að vinna að í tengslum við græna dregilinn, til að laða að nýfjárfestingu og bæta samkeppnishæfni Íslands við nágrannalönd. Skipulagsfulltrúa falið að fá kynningu frá Landsvirkjun inn á næsta fund ráðsins.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 13:00.