Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030
1606006
Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu greinagerðar og uppdrátt af endurskoðuðu aðalskipulagi.
Farið var yfir drög að greinargerð á endurskoðuðu aðalskipulagi. skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
2.Deiliskipulag Skógarhverfis 3C og 5
2103129
Farið yfir götur, stíga og blágrænarlausnir.
Farið yfir drög að deiliskipulagi í Skógahverfi 3C og Skógahverfi 5.
skipulagsfulltrúa ásamt skipulagshöfundi Árna Ólafssyni falið að vinna málið áfram.
skipulagsfulltrúa ásamt skipulagshöfundi Árna Ólafssyni falið að vinna málið áfram.
3.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 4 - svalagangar
2104151
Umsókn Bryggju 2 ehf. og SH holding ehf. um heimild til að setja svalaganga á fjölbýlishúsin við Asparskóga 1 og 5.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að svalagangar verði heimilaðir á lóð nr. 1, 5 og 7 við Asparskóga sbr. breytingauppdrátt dagsettan 19. mars 2021. Breytingin hefur engin áhrif á útsýni, innsýn eða skuggavarp á skipulagssvæðinu og varðar því ekki hagsmuni annarra en viðkomandi lóðarhafa og Akraneskaupstað.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn til að deiliskipulagbreytingin verði samþykkt skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýs í B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn til að deiliskipulagbreytingin verði samþykkt skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýs í B-deild Stjórnartíðinda.
4.Vesturgata 49, bílastæði - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2103324
Fyrirspurn um bílastæði.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
5.Skólabraut 35a - bílastæði innan lóðar
2104125
Fyrirspurn um að setja bílastæði innan lóðar.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
6.Húsnæði fyrir fatlaða - lóð
2103321
Skipulagsfulltrúi fer stöðu um val á lóð undir búsetukjarna.
Skipulags- og umhverfisráð fellst á að skoðað verði svæði undir búsetukjarna við Skarðsbraut.
7.Leikskóli Skógarhverfi - uppbygging
2104137
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 var opnað tilboð í verkið "Leikskóli Asparskógum 25, uppsteypa og utanhússfrágangur."
Eftirfarandi tilboð bárust:
Alefli ehf. kr. 516.956.675
GS Import ehf. kr. 589.045.776
Sjammi ehf. kr. 507.045.801
Kostnaðaráætlun kr. 481.802.758
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Alefli ehf. kr. 516.956.675
GS Import ehf. kr. 589.045.776
Sjammi ehf. kr. 507.045.801
Kostnaðaráætlun kr. 481.802.758
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
8.Flóahverfi - úthlutunarreglur
2104136
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að vísa úthlutunarreglum um lóðir í Flóahverfi til bæjarráðs.
9.Grunnskólalóðir - endurgerð
2104149
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 var opnað tilboð í verkið "Brekkubæjarskóli / Grundaskóli endurgerð lóða."
Eftirfarandi tilboð barst:
Þróttur ehf. kr. 72.024.225
Kostnaðaráætlun kr. 27.142.000
Skipulags- og umhverfisráð hafnar tilboði lægstbjóðanda. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram þ.a. framkvæmdir við skólalóðir geti orðið að veruleika.
Þróttur ehf. kr. 72.024.225
Kostnaðaráætlun kr. 27.142.000
Skipulags- og umhverfisráð hafnar tilboði lægstbjóðanda. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram þ.a. framkvæmdir við skólalóðir geti orðið að veruleika.
10.Sementsreitur - uppbygging
2101238
Kynning á útboði byggingaréttar og skilmálum á reitum C og D á Sementsreit.
Lögð fram drög að útboðsgögnum í byggingarrétt á Sementsreit. Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
11.Fyrirspurn til byggingarfulltrúa
2104155
Geymslusvæði fyrir minni verktaka.
Byggingafulltrúa falið frekari vinnsla málsins.
12.Deiliskipulag Ægisbrautar - endurskoðun
2104078
Uppbygging íbúðarhúsnæðis á Ægisbraut.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að skoðað verði með tilliti til ágangs sjávar hugmyndir um íbúðabyggð á Ægisbraut. Ef niðurstaða er jákvæð verði í framhaldinu skoðað hvert raunhæft byggingarmagn íbúðarhúsnæðis á svæðinu geti verið.
Sviðsstjóri fór að öðru leyti yfir hugmyndir sem stuðlað gætu að því að atvinnuhúsnæði við Ægisbraut myndu víkja fyrir íbúðarhúsnæði.
Skipulags- og umhverfisráð vísar hugmyndum sviðsstjóra til bæjarráðs.
Sviðsstjóri fór að öðru leyti yfir hugmyndir sem stuðlað gætu að því að atvinnuhúsnæði við Ægisbraut myndu víkja fyrir íbúðarhúsnæði.
Skipulags- og umhverfisráð vísar hugmyndum sviðsstjóra til bæjarráðs.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætt.
Fundi slitið.