Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar
1811112
Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar til kynningar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að fyrirliggjandi umhverfisstefna verði samþykkt í bæjarstjórn.
2.Mastur vegna fjarskiptaþjónustu
2009166
Staðsetning á fjarskiptamastri var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var frá 25. mars til og með 27. apríl 2021. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt, send skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsti í B-deild stjórnartíðinda í framhaldinu.
3.Deiliskipulag Arnardalsreitur - Skagabraut 26 bílgeymsla
2104168
Umsókn um að breyta byggingarreit fyrir bílskúr á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Jaðarsbraut 3, 5, Skagabraut 24, 28 og Sandabraut 2.
Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Jaðarsbraut 3, 5, Skagabraut 24, 28 og Sandabraut 2.
4.Vesturgata 49 bílastæði - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2103324
Fyrirspurn um bílastæði á lóð með aðkomu frá Vesturgötu. Tillaga skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki samþykkt umbeðna staðsetningu, en felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
5.Samstarfssamningur - SAH og SHS
2104255
Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, um aðstoð vegna mengunaróhappa annars vegar og gagnkvæma aðstoð hins vegar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi samstarfssamningar um gagnkvæma aðstoð annarsvegar og aðstoð vegna mengunaróhappa hinsvegar verði samþykktir.
6.Grundaskóli breytingar innihurðir - framkvæmdir
2104157
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 voru opnuð tilboð í verkið "Breytingar á innihurðum".
Eftirfarandi tilboð bárust:
GS Import ehf. kr. 10.478.100
SF smiðir ehf. kr. 11.297.406
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
GS Import ehf. kr. 10.478.100
SF smiðir ehf. kr. 11.297.406
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
7.Dalbraut 8 - samningur
2104263
Samningur um yfirtöku Akraneskaupstaðar á lóð og mannvirkjum á Dalbraut 8.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samþykkja fyrirliggjandi samning um yfirtöku Akraneskaupstaðar á lóð og mannvirkjum á Dalbraut 8.
8.Gæði og byggingalist húsa á Akranesi
2105001
Verkefni sem nær til skilgreininga á kröfum Akraneskaupstaðar á gæðum og byggingarlist íbúða á Akranesi.
Skipulag- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætt.
Fundi slitið - kl. 17:30.