Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

196. fundur 10. maí 2021 kl. 16:00 - 17:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Höfðasel 4 matshluti 4 - umsókn um byggingarleyfi

2104190

Umsókn um grenndarkynningu á nýbyggingu á lóð nr. 4 við Höfðasel. Í byggingunni verður framleiðslusalur þar sem framleiddar verða forsteyptar einingar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði skv. 44. gr. 1.mgr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir Höfðaseli 1, 2 og 6a.

2.Suðurgata 108 - niðurrif

1904136

Mannvirki við Suðurgötu 108.
Ragnar B Sæmundsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Fasteign við Suðurgötu 108, hefur verið í söluferli, þar sem kvaðir hafa verið á væntanlegum kaupanda að gera upp húsið.
Ekki hefur tekist að finna kaupanda að húsinu m.t.t. þeirra krafna sem gerðar hafa verið til hans.

Í ljósi þess að nú er að rísa ný byggð við Suðurgötu legg ég til við skipulags- og umhverfisráð að mannvirki við Suðurgötu 108 verði rifið.
Lóð verði úthlutað með þeim skilyrðum sem fram koma í skipulagi um Sementsreit.

Samþykkt:3-0, RBS, ÓA og GS

Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00