Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

201. fundur 14. júní 2021 kl. 16:15 - 17:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá
Ólafur Adolfsson tók þátt í fundinum á Teams.

1.Laugarbraut 19 hárstofa - umsókn um byggingarleyfi

2106004

Umsókn um breyta notkun húsnæðis í kjallara og setja upp hárgreiðslustofu.
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

2.Höfðagrund 2 - uppsetning á girðingu

2106021

Sótt um að setja upp girðingu eins og hún var (sjá mynd á kortasjá). Lóðarmörk eru við húsgafl.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Skarðsbraut / Þjóðbraut - göngu- og hjólastígur

2106026

Bréf dags. 30. maí 2021, varðandi hjóla- og göngustíg milli lóða Skarðsbrautar 1-3-5 og Skarðsbrautar 7-9-11.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og svara bréfi bréfritara.

4.Fyrirspurn um atvinnustarfssemi

2106075

Umsókn Algó ehf. um heimild til öflunar og sjálfbærar nýtinga sjávarþörunga á strandsvæði innan netalaga í umdæmi Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið. Tilraunir til eins árs verði gerðar í nánu samráði við Akraneskaupstað.
Tryggt sé að farið verði að viðeigandi lögum og reglum sem kunna að eiga við ofangreindar tilraunir.

5.Æðaroddi 33 skjólveggur - umsókn til skipulagsfulltrúa

2106063

Umsókn um að breyta deiliskipulagi og stækka lóðina um 5 til 7 metra.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu.

6.Deiliskipulag Grundarskóla - Breyting

2106076

Breyting á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Grundaskóla.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Einigrund 20 til 36 og Espigrund 3 til 15 og Bjarkargrund 2 til 20.

7.Deiliskipulag Arnardalsreitur - Skagabraut 26 bílgeymsla

2104168

Grenndarkynnt var fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi Arnardalsreits. Breytingin felst í að skilgreina nýjan byggingarreit fyrir bílskúr. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Jaðarsbraut 3 og 5, Skagabraut 24 og 28, og Sandabraut 2. Engar athugasemdir bárust, og eitt samþykki var móttekið.
Engar athugsemdir bárust við grenndarkynninguna. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt send á Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild stjórnartíðinda.
Ólafur Adolfsson samþykkti fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00