Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Ólafur Adolfsson tók þátt í fundinum á Teams.
1.Laugarbraut 19 hárstofa - umsókn um byggingarleyfi
2106004
Umsókn um breyta notkun húsnæðis í kjallara og setja upp hárgreiðslustofu.
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
2.Höfðagrund 2 - uppsetning á girðingu
2106021
Sótt um að setja upp girðingu eins og hún var (sjá mynd á kortasjá). Lóðarmörk eru við húsgafl.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu.
3.Skarðsbraut / Þjóðbraut - göngu- og hjólastígur
2106026
Bréf dags. 30. maí 2021, varðandi hjóla- og göngustíg milli lóða Skarðsbrautar 1-3-5 og Skarðsbrautar 7-9-11.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og svara bréfi bréfritara.
4.Fyrirspurn um atvinnustarfssemi
2106075
Umsókn Algó ehf. um heimild til öflunar og sjálfbærar nýtinga sjávarþörunga á strandsvæði innan netalaga í umdæmi Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið. Tilraunir til eins árs verði gerðar í nánu samráði við Akraneskaupstað.
Tryggt sé að farið verði að viðeigandi lögum og reglum sem kunna að eiga við ofangreindar tilraunir.
Tryggt sé að farið verði að viðeigandi lögum og reglum sem kunna að eiga við ofangreindar tilraunir.
5.Æðaroddi 33 skjólveggur - umsókn til skipulagsfulltrúa
2106063
Umsókn um að breyta deiliskipulagi og stækka lóðina um 5 til 7 metra.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu.
6.Deiliskipulag Grundarskóla - Breyting
2106076
Breyting á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Grundaskóla.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Einigrund 20 til 36 og Espigrund 3 til 15 og Bjarkargrund 2 til 20.
7.Deiliskipulag Arnardalsreitur - Skagabraut 26 bílgeymsla
2104168
Grenndarkynnt var fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi Arnardalsreits. Breytingin felst í að skilgreina nýjan byggingarreit fyrir bílskúr. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Jaðarsbraut 3 og 5, Skagabraut 24 og 28, og Sandabraut 2. Engar athugasemdir bárust, og eitt samþykki var móttekið.
Engar athugsemdir bárust við grenndarkynninguna. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt send á Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild stjórnartíðinda.
Ólafur Adolfsson samþykkti fundargerðina með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 17:30.