Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 4 - Asparskógar 3
2105006
Fyrirspurn um breytingu á byggingarreit. Breytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga frá 21. maí til 19. júní 2021. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að breyting á deiliskipulagi Skógarhverfis áfangi 4, vegna Asparskóga 3, verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
2.Deiliskipulag - Skógarhverfi áfangi 5
2104262
Fundargerð kynningafundar sem haldinn var þann 10. júní 2021.
Fundargerð lögð fram.
3.Deiliskipulag - Skógarhverfi áfangi 3C
2104261
Fundargerð kynningafundar sem haldinn var þann 10. júní 2021.
Fundargerð lögð fram.
4.Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa Beykiskógar 19
2106126
Fyrirspurn til skipulagfulltrúa um að hækka húsið úr fjórum hæðum í fimm hæðir.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
5.Breiðarsvæði - hugmyndasamkeppni
2106162
Kynning á hugmyndasamkeppni á Breið.
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
6.Grjótkelduflói - landamerki / sveitarfélagamörk
2002293
Hvalfjarðarsveit samþykkti erindi Akraneskaupstaðar um færslu á sveitarfélagamörkum á fundi sínum nr. 332 þann 22. júní sl. með svofelldum hætti:
Bókun sveitarstjórnar:
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um færslu á sveitarfélagamörkum á láglendi milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Mörk sveitarfélaganna verði óbreytt í Akrafjalli sbr. meðfylgjandi uppdrætti."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, HH sat hjá og EÓG var á móti.
Bókun sveitarstjórnar:
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um færslu á sveitarfélagamörkum á láglendi milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Mörk sveitarfélaganna verði óbreytt í Akrafjalli sbr. meðfylgjandi uppdrætti."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, HH sat hjá og EÓG var á móti.
Skipulags- og umhverfisráð fagnar afgreiðslu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar frá 22. júní 2021, um færslu á sveitarfélagamörkum á láglendi milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Mörk sveitarfélaganna verði óbreytt í Akrafjalli.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram inn í vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Akraness.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram inn í vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Akraness.
7.Aðalskipulag Akraness - breyting
2106178
Breyting á aðalskipulagi Akraness 2005-2017, vegna húsnæðisúrræðis fyrir fatlaða.
Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness vegna opins svæðis í Jörundarholti. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar.
8.Aðalskipulag Akraness breyting - Golfsvæði
2106183
Breyting á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, vegna fyrirhugaðs Hótels, á deiliskipulagi Golfvallar.
Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness, vegna breytinga á deiliskipulagi. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar.
9.Fyrirspurn - leyfi til að hafa kajaka við Kalmansvík
2106108
Fyrirspurn Blue Water Kayaks um að hafa kajaka við Kalmansvík. Áætlað er að ferjaðir yrðu kajakar á svæðið daglega, t.d. til útleigu fyrir gesta tjaldsvæðis.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur fyrirspyrjanda að vera í samráði við skipulagsfulltrúa.
10.Sementsreitur - uppbygging
2101238
Bréf Vegagerðarinnar dags. 28. júní 2021, varðandi Faxabraut (Akranesvegur 509-02)
Í ljósi niðurstöðu Vegagerðarinnar sbr. bréf dagsett 28.06.2021, felur skipulags- og umhverfisráð skipulagsfulltrúa að aðlaga skipulag við Sementsreit til samræmis við þá niðurstöðu.
Í því felst m.a. að tengingar út á Faxabraut verða óbreyttar, en tvær af þeim tengingum verða einstefnugötur frá Faxabraut þar sem einungis hægri beygjur verða heimilaðar.
Í því felst m.a. að tengingar út á Faxabraut verða óbreyttar, en tvær af þeim tengingum verða einstefnugötur frá Faxabraut þar sem einungis hægri beygjur verða heimilaðar.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 17:15.