Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Aðalskipulag Akraness - breyting Jörundarholti
2106178
Kynningargögn kynnt fyrir áframhaldandi vinnu við breytingu aðalskipulag við Jörundarholt
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að haldinn verði kynningarfundur um breytingu á aðalskipulaginu og fyrirhugaðar framkvæmdir vegna byggingu íbúðarkjarna í Jörundarholti.
2.Færanlegar kennslustofur við Grunndaskóla
2108092
Tilboð voru opnuð 13. ágúst sl. í færanlegar kennslustofur við Grundaskóla, tvö tilboð bárust.
Eftirfarandi tilboð bárust í lausar kennslustofur í Grundaskóla:
GS Import ehf. kr. 107.903.749
Snorri ehf. kr. 194.257.176
Kstnarðaráætlun kr. 101.028.100
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að samið verði við lægstbjóðanda.
GS Import ehf. kr. 107.903.749
Snorri ehf. kr. 194.257.176
Kstnarðaráætlun kr. 101.028.100
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að samið verði við lægstbjóðanda.
3.Garðyrkjustjóri
2108104
Auglýsing um starf garðyrkjustjóra.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs og mannauðsstjóra að auglýsa starf garðyrkjustjóra.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 18:15.