Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Deiliskipulag Skógarhverfis 4. áfangi - óveruleg breyting
2108192
Tillaga að óverulegri breytingu á skipulagsmörkum milli deiliskipulags Skógarhverfis 4. og 5. áfanga Skógarhverfis.
Breyting felst í að norðurmörkum deiliskipulagsins er breytt og fellur undir nýtt deiliskipulag 5.áfanga Skógahverfis.
Breytingin felur ekki í sér breytta landnotkun né hefur hún áhrif á útsýni né skuggavarp. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að litið verði á breytinguna sem óverulega sbr. 3.mgr.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur ekki í sér breytta landnotkun né hefur hún áhrif á útsýni né skuggavarp. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að litið verði á breytinguna sem óverulega sbr. 3.mgr.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.Deiliskipulag Garðalundar-Lækjarbotnar - óveruleg breyting
2108193
Tillaga að breytingu á skipulagsmörkum deiliskipulags Garðalundar - Lækjarbotna og 5. áfanga Skógarhverfis.
Breyting felst í að skipulagsmörk skógræktarsvæðis sem er vestur með Akranesvegi við Einbúa, eru færð til samræmis við tillögu að deiliskipulagi 5. áfanga Skógahverfis og breytingu á aðalskipulagi Akranes 2005-2017.
Breytingin felur ekki í sér breytta landnotkun né hefur hún áhrif á útsýni né skuggavarp. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að litið verði á breytinguna sem óverulega sbr. 3.mgr.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur ekki í sér breytta landnotkun né hefur hún áhrif á útsýni né skuggavarp. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að litið verði á breytinguna sem óverulega sbr. 3.mgr.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.Umferðaröryggi - Stillholt - Vesturgata gatnamót
2108187
Bréf Finndísar H. Ólafsdóttur fh. íbúa vegna gatnamóta Vesturgötu og Stillholts.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar ábendinguna. Verkefnastjóra Jóni Ólafssyni falið að koma með tillögu að úrbótum í samráði við umferðasérfræðinga.
4.Vesturgata 149 - Umsókn um byggingarleyfi
2105152
Grenndarkynnt var byggingarleyfi fyrir breytingu á útliti hússins sem felst í að breyta glugga í svalhurð og byggja svalir við húsið. Erindið var grenndarkynnt frá 14. júlí til 11. ágúst 2021. Engar athugasemdir bárust, samþykki barst frá þeim aðilum sem fengu grenndarkynningu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfið verði samþykkt.
5.Deiliskipulag Sementsreits - Suðurgata 93 breytt nýtingahlutfall
2108070
Umsókn House holding ehf. um að breyta nýtingahlutfalli á lóðinni úr 0,8 í 0,95. Aðrir skilmálar skipulagsins eru óbreyttir.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að breytingin verði grenndarkynnt í samræmi við 2.mgr.43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt verði fyrir fasteignaeigendum og lóðarhöfum við Suðurgötu 89, 90, 92, 94,97 og Sunnubraut 4, 6 og 8.
Grenndarkynnt verði fyrir fasteignaeigendum og lóðarhöfum við Suðurgötu 89, 90, 92, 94,97 og Sunnubraut 4, 6 og 8.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 10:15.