Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Ólafur Adolfsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Grundaskóli - uppbygging
2103323
Sameiginlegur fundur skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs. Bæjarstjórn fékk boð um að sitja sem áheyrnarfulltrúar undir þessum fundarlið.
Hjörtur Hannesson og Kristján Garðarsson hjá Andrúm arkitektum sátu fundinn.
Kynning á tillögum arkitekta frá Andrúm á endurbótum á þremur inngöngum í Grundaskóla.
Hjörtur Hannesson og Kristján Garðarsson hjá Andrúm arkitektum sátu fundinn.
Kynning á tillögum arkitekta frá Andrúm á endurbótum á þremur inngöngum í Grundaskóla.
Skipulags- og umhverfisráð og Skóla- og frístundaráð þakka góða kynningu frá hönnuðum Andrúm arkitekta. Ráðin samþykkja að óska eftir frekari hönnun og kostnaðarmati á tillögum á þremur inngöngum í Grundaskóla. Gert er ráð fyrir að endurbæturnar haldist í hendur við fyrri tillögur Andrúms arkitekta varðandi endurbætur á C-álmu og stjórnunarálmu í Grundaskóla.
Ólafur Adolfsson samþykkti fundargerðina með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 19:00.