Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Ólafur Adolfsson, Sverrir Pálmarsson og Karl Jóhann Haagensen tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Fjöliðjan uppbygging á húsnæði - starfshópur
2106089
Sameiginlegur fundur bæjarráðs, skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs.
Lögð fram grunnmynd arkitekts að aðaluppdrætti að uppbyggingu Fjöliðjunnar og kynnt fyrir fulltrúum ráðanna.
Lögð fram grunnmynd arkitekts að aðaluppdrætti að uppbyggingu Fjöliðjunnar og kynnt fyrir fulltrúum ráðanna.
Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður Fjöliðjunnar og Sverrir Pálmarsson frá SPH consulting ehf. sitja fundinn undir þessum lið.
Sverrir Pálmarsson fer yfir aðaluppdrátt og kynnti með hvaða hætti innra skipulag væri háttað.
Guðmundur Páll og Sverrir víkja af fundi.
Sverrir Pálmarsson fer yfir aðaluppdrátt og kynnti með hvaða hætti innra skipulag væri háttað.
Guðmundur Páll og Sverrir víkja af fundi.
2.Fundargerðir - Starfshópur um uppbyggingu Fjöliðjunnar vinnu- og hæfingarstað
2108162
Fundargerðir - Starfshópur um uppbyggingu Fjöliðjunnar vinnu- og hæfingarstað.
Lagðar fram fimm fundargerðir starfshóps um uppbyggingu Fjöliðjunnar.
3.Reynigrund 45 - breyting úti umsókn um byggingarleyfi
2011121
Lagt fram minnisblað byggingar-/skipulagsfulltrúa varðandi grenndarkynningu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði breyting á húsi við Reynigrund 45, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir Reynigrund 1, 3, 5, 42, 43, 44, 46 og 47.
4.Grundaskóli - Færanlegar kennslustofur útboð
2108092
Opnuð voru tilboð 27. september 2021, í verkið "Grundaskóli kennslustofur 2021 jarðvinna og lagnir."
Eftirfarandi tilboð bárust:
Roc ehf. kr. 7.789.144
Skóflan hf. kr. 9.300.000
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf. kr. 7.746.990
Kostnaðaráætlun verkkaupa. kr. 7.339.000
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Roc ehf. kr. 7.789.144
Skóflan hf. kr. 9.300.000
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf. kr. 7.746.990
Kostnaðaráætlun verkkaupa. kr. 7.339.000
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Ólafur Adolfsson samþykkti fundargerðina með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 18:30.