Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

220. fundur 15. nóvember 2021 kl. 16:15 - 19:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Ólafur Adolfsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Breyting á deiliskipulagi á Jaðarsbökkum.

2110061

Umsókn um að breyta hæð íþróttahúss úr 10m í 11,5m, engin breyting er gerð á byggingarreit. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 14. október til og með 12. nóvember 2021.
Engar athugasemdir bárust, en tveir lóðarhafar sendu samþykki sitt.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

2.Asparskógar 1 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2111084

Umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts f.h. Bryggju 2 ehf., um óverulega deiliskipulagsbreytingu sem felur í sér hækkun nýtingarhlutfalls á lóð við Asparskóga 1, nýtingarhlutfall fer úr 0,51 í 0,54.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Grenndarkynnt verði fyrir fasteignaeigendum við Asparskóga 2, 3, 4, 5 og 6, ásamt Holtsflöt 4 og 6.

3.Baugalundur 24 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2111071

Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar byggingatæknifræðings f.h. lóðarhafa um óverulega deiliskipulagsbreytingu á Baugalundi 24. Breytingin fellst í að stækka byggingarreit um 1,4m í austur að opnu svæði, nýtingarhluttfall fer úr 0,35 í 0,40.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Grenndarkynnt verði fyrir fasteignaeigendum við Baugalund 11, 22, 26 og Blómalund 11 og 13.

4.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Árni Ólafsson skipulagshönnuður situr fundinn undir þessum lið og fer yfir nýjustu gögn í vinnu að nýju aðalskipulagi Akraness.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

5.Ketilsflöt - Gróður

2111122

Tillaga Lilju Filippusardóttur landlagsarkitekts frá Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., af gróðri á grænu svæði við Ketilsflöt.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að tillagan verði kynnt nærliggjandi lóðarhöfum til umsagna. Kynnt verður fyrir Akralundi 2, 3 og 6, Asparskógum 24, Baugalundi 2, 4 og 6 og Birkiskógum 8 og 10.
Ólafur Adolfsson samþykkti fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00