Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

221. fundur 22. nóvember 2021 kl. 08:15 - 10:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Reynigrund 45 - umsókn um byggingarleyfi, grenndarkynning

2011121

Umsókn um byggingarleyfi, breyting felur í sér að sett verður valmaþak á húsið, hæð húss breytist úr 3,6m í 5,02m. Kennileiti húss verða einnig brotin af.
Byggingarleyfið var grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2021. Grenndarkynnt var frá 19. október til og með 16. nóvember.
Engar athugasemdir bárust, fjórir aðilar sendu inn samþykki.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði heimilað á grunni fyrirliggjandi grenndarkynningar.

2.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Farið yfir nýjustu göng frá Árna Ólafssyni skipulagshönnuði
Halla Marta Árnadóttir, skipulagsfulltrúi fór yfir meginatriðin sem liggja fyrir í endurskoðuðu á aðalskipulagi.

Stefnt skal að því að kynning á endurskoðuðu aðalskipulagi fari fram í byrjun desember, yfirferð Skipulagsstofnunar verði í janúar og auglýsing á endurskoðuðu aðalskipulagi fari út í febrúar 2022.

Ólafur Adolfsson bæjarfulltrúi sjálfstæðisflokksins vekur athygli skipulags- og umhverfisráðs á því að texti um framtíðar uppbyggingu á Dalbrautarreit ,141-ÍB, í drögum að greinargerð með nýju aðalskipulagi 2017-2032 og unnið hefur verið að á þessu kjörtímabili, samrýmist ekki framtíðarsýn og áformum bæjarfulltrúa samfylkingarinnar um uppbyggingu á Dalbrautarreit eins og kom skýrt fram í umræðum á bæjarstjórnarfundi þann 9. nóvember sl.

Bæjarfulltrúi sjálfstæðisflokksins minnir á að aðalskipulagi Akraneskaupstaðar er ætlað að endurspegla stefnu sveitarfélagsins um landnotkun, byggðaþróun og byggðamynstur á skipulagstímanum. Því er mikilvægt fyrir áframhaldandandi vinnu skipulags- og umhverfisráðs að bæjarfulltrúar samfylkingar í bæjarstjórn Akraness upplýsi fulltrúa í skipulags- og umhverfisráði um hvort uppi eru áform um breytt byggðamynstur á Dalbrautarreit 141-ÍB eða hvort núverandi texti lýsi áformum bæjarstjórnar Akraness um framtíðar uppbyggingu á Dalbrautarreit.

3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2022-2025

2010230

Fjárfestingar og framkvæmdir 2022 til 2025.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárfestingar- og framkvæmdaráætlun 2022-2025, sbr. vinnuskjal merkt fjárfestingar- og framkvæmdir 2022-2025-22.11.2021-v1.

4.Útfærsluhugmyndir á hluta sementsstromps

2110211

Skipulagafulltrúi fer yfir aðferðafræði við að afla hugmynda um útfærslur á hluta sementsstromps.
Skipulags- og umhverfisráð felur skiplagsfulltrúa að undirbúa samkeppni um útfærslur á sementstorgi og þeim hluta sementsstromps sem eftir stendur.

5.Endurskoðun reglna um úthlutun lóða

1910114

Bæjarráð leggur til að fyrirkomulagið verði endurskoðað og beinir því til skipulags- og umhverfisráðs að vinna breytta tillögu um úthlutun lóða sem komi til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar Akraness. Bæjarráð leggur til að efni reglnanna verði þannig að stuðst verði í meira mæli við útdrátt þegar umsóknir eru nálægt hver annarri í tíma og gæti t.d. verið þannig að miðað sé við allar umsóknir sem uppfylla skilyrðin og berast þann dag sem opnað er fyrir umsóknir.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fyrirliggjandi drög að breytingum á reglum um úthlutun lóða verði lagðar fyrir bæjarráð.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 10:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00