Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

218. fundur 01. nóvember 2021 kl. 16:15 - 18:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Ólafur Adolfsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi

2109218

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi.
Erindi vegna umhverfismats á tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á starfssvæði fjögurra sorpsamlaga á suðvesturhorni, þ.e. SORPA bs, Sorpurðun Vesturlands, Sorpstöð Suðurlands og Kalka, sorpeyðingarstöð, Suðurnesjum.
Teitur Gunnarsson ráðgjafi hjá Mannvit fór yfir stöðu svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi. Skipulags- og umhverfisráð mun á næsta fundi ráðsins leggja inn sína umsögn um svæðisáætlunina.

2.Fjöliðjan - uppbygging

1910179

Málefni fjöliðjunnar.
Umræður um málefni fjöliðju og staðsetningu hennar. Sviðsstjóri fór yfir uppbyggingu á Dalbrautareit í tengslum við uppbyggingu fjöliðjunnar.

3.Suðurgata 32 bílskúr breyting í íbúð - umsókn um byggingarleyfi

2101132

Grenndarkynningu lokið
Engar athugsemdir bárust við grenndarkynninguna. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn, að byggingarleyfi á grunni grenndarkynningar verði heimilað.

4.Langisandur, Guðlaug, Sólmundarhöfði - Útivistarsvæði, hugmyndasamkeppni, forval, hönnun, skipulag og framkvæmdir

1903467

Farið yfir áherslur við vinnu á endurskoðun deiliskipulags.
Skipulagsfulltrúi fór yfir helstu áherslur varðandi deiliskipulagsvinnu við Langasand. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

5.Brekkubæjarskóli - endurbætur 1. hæð

2110224

Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss fór yfir hugmyndir er varða hugsanlega endurgerð á 1.hæð Brekkubæjarskóla í áföngum 1 og 2.

6.Deiliskipulag Hausthúsatorgs

2009134

Nýtt deiliskipulag Hausthúsatorgs skipulagslýsing og kynningarfundi lokið. Engar athugasemdir bárust í kynningarferli, tilbúið til auglýsingar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Samsvarandi aðalskipulagsbreyting skal auglýst samhliða.

7.Aðalskipulag - breyting Hausthúsatorgs

2009133

Breyting á aðalskipulag Akraness - Hausthúsatorg, skipulagslýsing og kynningarfundi lokið. Engar athugasemdir bárust í kynningarferli, tilbúið til auglýsingar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samsvarandi deiliskipulag skal auglýst samhliða.
Ólafur Adolfsson samþykkti fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00