Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

224. fundur 03. janúar 2022 kl. 16:15 - 18:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 5 - nýtt skipulag

2104262

Deiliskipulag Skógarhverfis áfangi 5, var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 4. nóvember til 23. desember 2021. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð felur Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra að leggja fram tillögu að greinargerð vegna framkominna athugasemda.

2.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3C - nýtt skipulag

2104261

Deiliskipulag Skógarhverfis áfangi 3C, var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 4. nóvember til 23. desember 2021. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð felur Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra að leggja fram tillögu að greinargerð vegna framkominna athugasemda.

3.Deiliskipulag Flóahverfis - Breyting grænir iðngarðar

2109252

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis sem felst m.a. í að breyta lóðum og gatnakerfi svæðisins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst til kynningar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Suðurgata 92, 94, 96 - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2112195

Fyrirspurn um heimild til að hækka mænishæð á Suðurgötu 92, 94 og 96 um 38 sm.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt verður fyrir fasteignaeigendum við Suðurgötu 89, 90, 93, 97, 99 og 98, þegar fullgerður skipulagsuppdráttur liggur fyrir.

5.Deiliskipulag 1. áfangi Skógarhverfi - breyting Beykiskógar 19

2106126

Teknar fyrir athugasemdir sem bárust vegna Beykiskóga 19.
Skipulags- og umhverfisráð ákvað eftir ábendingar að fara í víðtækari grenndarkynningu á breytingu við Beykiskóga 19, þar sem umsókn er um hækkun á húsi um eina hæð, þ.e. heimilaðar verði fimm hæðir í stað fjögurra. Skipulags- og umhverfisráð m.a. í ljósi frekara mótmæla, leggur til við bæjarstjórn að hafna breytingunni m.t.t. þess að um lágreista byggð er að ræða, í Skógahverfi 1. áfanga sem taka þarf tillit til.

6.Deiliskipulag Skógarhverfi 4. áfangi - Asparskógar 1

2111084

Umsókn Bryggju 2 ehf., um hækkun nýtingarhlutfalls á Asparskógum 1, úr 0,51 í 0,54. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga frá 29. nóvember t.o.m. 2. desember 2021. Engar athugasemdir bárust. Samþykki barst frá tveimur aðilum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

7.Deiliskipulag Dalbraut-Þjóðbraut - breyting Dalbraut 8

2112207

Breyting á skipulagi á lóð við Dalbraut 8.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að tillaga að breytingu á deiliskipulagi á lóð við Dalbraut 8, verði kynnt skv. 43. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting felur m.a. í sér meira byggingarmagn á 1. hæð, fyrirhugaðs mannvirkis á Dalbraut 8.

8.Höfðagrund 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2112125

Umsókn um sólstofu og viðbyggingu við Höfðagrund 5, skv. meðfylgjandi teikningum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt verður fyrir fasteignaeigendum við Höfðagrund 1-3, 7-9-11 og 16-18-20 þegar fullgerður skipulagsuppdráttur liggur fyrir.

9.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Kynningarfundur var haldinn mánudaginn 20. desember 2021, heimilt var að skila athugasemdum til og með 31. desember 2021.
Lagðar fram ábendingar sem bárust innan tilskilins frests. Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00