Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 5 - nýtt skipulag
2104262
Deiliskipulag Skógarhverfis áfangi 5, var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 4. nóvember til 23. desember 2021. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð felur Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra að leggja fram tillögu að greinargerð vegna framkominna athugasemda.
2.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3C - nýtt skipulag
2104261
Deiliskipulag Skógarhverfis áfangi 3C, var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 4. nóvember til 23. desember 2021. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð felur Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra að leggja fram tillögu að greinargerð vegna framkominna athugasemda.
3.Deiliskipulag Flóahverfis - Breyting grænir iðngarðar
2109252
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis sem felst m.a. í að breyta lóðum og gatnakerfi svæðisins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst til kynningar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Suðurgata 92, 94, 96 - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2112195
Fyrirspurn um heimild til að hækka mænishæð á Suðurgötu 92, 94 og 96 um 38 sm.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt verður fyrir fasteignaeigendum við Suðurgötu 89, 90, 93, 97, 99 og 98, þegar fullgerður skipulagsuppdráttur liggur fyrir.
Grenndarkynnt verður fyrir fasteignaeigendum við Suðurgötu 89, 90, 93, 97, 99 og 98, þegar fullgerður skipulagsuppdráttur liggur fyrir.
5.Deiliskipulag 1. áfangi Skógarhverfi - breyting Beykiskógar 19
2106126
Teknar fyrir athugasemdir sem bárust vegna Beykiskóga 19.
Skipulags- og umhverfisráð ákvað eftir ábendingar að fara í víðtækari grenndarkynningu á breytingu við Beykiskóga 19, þar sem umsókn er um hækkun á húsi um eina hæð, þ.e. heimilaðar verði fimm hæðir í stað fjögurra. Skipulags- og umhverfisráð m.a. í ljósi frekara mótmæla, leggur til við bæjarstjórn að hafna breytingunni m.t.t. þess að um lágreista byggð er að ræða, í Skógahverfi 1. áfanga sem taka þarf tillit til.
6.Deiliskipulag Skógarhverfi 4. áfangi - Asparskógar 1
2111084
Umsókn Bryggju 2 ehf., um hækkun nýtingarhlutfalls á Asparskógum 1, úr 0,51 í 0,54. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga frá 29. nóvember t.o.m. 2. desember 2021. Engar athugasemdir bárust. Samþykki barst frá tveimur aðilum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
7.Deiliskipulag Dalbraut-Þjóðbraut - breyting Dalbraut 8
2112207
Breyting á skipulagi á lóð við Dalbraut 8.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að tillaga að breytingu á deiliskipulagi á lóð við Dalbraut 8, verði kynnt skv. 43. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting felur m.a. í sér meira byggingarmagn á 1. hæð, fyrirhugaðs mannvirkis á Dalbraut 8.
8.Höfðagrund 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2112125
Umsókn um sólstofu og viðbyggingu við Höfðagrund 5, skv. meðfylgjandi teikningum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt verður fyrir fasteignaeigendum við Höfðagrund 1-3, 7-9-11 og 16-18-20 þegar fullgerður skipulagsuppdráttur liggur fyrir.
Grenndarkynnt verður fyrir fasteignaeigendum við Höfðagrund 1-3, 7-9-11 og 16-18-20 þegar fullgerður skipulagsuppdráttur liggur fyrir.
9.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030
1606006
Kynningarfundur var haldinn mánudaginn 20. desember 2021, heimilt var að skila athugasemdum til og með 31. desember 2021.
Lagðar fram ábendingar sem bárust innan tilskilins frests. Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 18:15.