Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Innnesvegur - yfirfærsla veghalds frá Vegagerðinni
2112122
Samkomulag við Vegagerðina lagt fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur. Skipulags- og umhverfisráð ítrekar mikilvægi þess að fylgja eftir fyrirvörum Akraneskaupstaðar við samninginn sem tilgreindir eru í 7. grein, að sóttur verði réttur Akraneskaupstaðar til ríkisins vegna aukins rekstrarkostnaðar og þess að vegi er ekki skilað í fullnægjandi ástandi m.t.t. þess að um veg í þéttbýli er að ræða.
2.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3C - nýtt skipulag
2104261
Lögð fram greinargerð vegna athugasemda við auglýst deiliskipulag.
Athugasemdir bárust.
Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við deiliskipulagið. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og birt í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að ofangreind greinargerð sviðsstjóra verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugasemda sem bárust við deiliskipulagið.
3.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 5 - nýtt skipulag
2104262
Lögð fram greinargerð vegna athugasemda við auglýst deiliskipulag.
Athugasemdir bárust.
Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við deiliskipulagið. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og birt í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að ofangreind greinargerð sviðsstjóra verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugasemda sem bárust við deiliskipulagið.
4.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áfangi - Baugalundur 24 breyting
2111071
Breyting á deiliskipulagi fellst í að stækka byggingarreit um 1,4 m í austur að opnu svæði og hækka nýtingarhlutfall úr 0,35 í 0,40.
Erindið var grenndarkynnt frá 26. nóvember til og með 25. desember 2021. Engar athugasemdir bárust.
Erindið var grenndarkynnt frá 26. nóvember til og með 25. desember 2021. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 16:45.