Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

227. fundur 24. janúar 2022 kl. 16:15 - 17:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - breyting Dalbraut 8

2112207

Breyting á deiliskipulagi.
Skipulagsbreyting var kynnt mánudaginn 17. janúar 2022 á opnum teams fundi. Fundargerð liggur fyrir. Engar fyrirspurnir bárust. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Brekkubæjarskóli - tjón vegna bruna

2201153

Hreinsunarstarf og uppbygging vegna bruna.
Alfreð Alfreðsson, rekstrarstjóri áhaldahúss fór yfir stöðu málsins er varðar hreinsunarstarf og uppbyggingu í Brekkubæjarskóla eftir bruna sem varð í smíðastofu skólans. Skipulags- og umhverfisráð þakkar Alfreð Alfreðssyni góða yfirferð málsins.
Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarráðs að skoðaðar verði breytingar á 1. hæð Brekkubæjarskóla m.t.t. betri nýtingar á kennslurými og um leið að vinna á rakaskemmdum sbr. skýrslu Verkís þar að lútandi.

3.Hleðslustöðvar - samningur

2201150

Samningur um hleðslustöðvar við stofnanir Akraneskaupstaðar.
Guðjón Björnsson, fyrir hönd ON, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir samninginn og vísar til bæjarstjórnar til endanlegar samþykktar.

4.Slökkvilið - bíla- og tækjakaup

2201149

Sameiginlegt útboð með öðrum sveitarfélögum á dælubílum vegna slökkvistarfa.
Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri, sat fund ráðins undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð, að samþykkja að vera með í sameiginlegu útboði Ríkiskaupa um kaup á dælubifreiðum fyrir slökkvilið. Dælubifreiðar SAH eru komnar á tíma og líkur eru á að hagstæð kjör geti náðst í sameiginlegu útboði með öðrum sveitarfélögum á þessum bifreiðum. Ef af verður yrði bifreið afhent 2024 og kostnaðarfærð á því ári.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 17:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00