Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - breyting Dalbraut 8
2112207
Lögð fram ábending sem barst eftir kynningarfund.
Lögð fram og kynnt ábending/athugasemd, dagsett 30. janúar 2022, sem barst eftir kynningarfund vegna breytinga á deiliskipulagi á Dalbrautarreit, varðandi lóð við Dalbraut 8, og eftir að málið var afgreitt á fundi ráðsins þann 24. janúar 2022. Í ljósi þess er málið tekið upp að nýju og afgreiðsla ráðsins frá fundi 24. janúar 2022 afturkölluð.
Skipulags- og umhverfisráð hefur kynnt sér framlagða ábendingu/athugasemd en leggur þrátt fyrir hana til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á skipulaginu verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisráð hefur kynnt sér framlagða ábendingu/athugasemd en leggur þrátt fyrir hana til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á skipulaginu verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.Deiliskipulag Skógarhverfi áf. 3C - Skógarlundur 1.
2201093
Umsókn um að færa bílskúr í vestur á lóðinni.
Erindið lagt fram.
3.Deiliskipulag Skógarhverfi 4. áfangi - Asparskógar 5.
2201222
Umsókn um að hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,52 í 0,54.
Skiplags- og umhverfisráð leggur til að breytingin verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum á Asparskógum 3, 4 og 6.
4.Deiliskipulag Grjótkelduflóa
2202023
Nýtt landsvæði sem verður innan bæjarmarka Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að hafin verði vinna við deiliskipulag á svæðinu. Innan þess er í dag, skógrækt, moldartippur og skotsvæði. Horft skal til þess að svæðið rúmi athafnasvæði.
5.Grenndarstöðvar
2202019
Grenndarstöðvar fyrir sorp á Akranesi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að skoðaðir verði staðir innan Akraness, þar sem möguleiki er að vera með grenndarstöðvar.
6.Götulýsing
2202022
Útskipting á lömpum og heimtaugaskápar settir útfyrir spennistöðvar Veitna.
Guðjón L. Sigurðsson, hönnuður hjá Lisku sat fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og umhverfissviði að undirbúa útboð á gatnalýsingu og innkaupum á orku fyrir stofnanir Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og umhverfissviði að undirbúa útboð á gatnalýsingu og innkaupum á orku fyrir stofnanir Akraneskaupstaðar.
7.Þjóðvegur (gamli) - tímabundin lokun.
2202035
Tímabundin lokun á gamla Þjóðvegi.
Skipulags- og umhverfisráð fór yfir tímabundna lokun gamla Þjóðvegar, sem komin er til vegna óska hestamanna, þar sem öryggi þeirra er talið ábótavant.
Tekið undir eftirfarandi aðgerðir:
Þrengja veg með steinum til að hindra umferð stærri bíla.
Setja keðju milli steina á tímabilinu október til og með mars.
Fjárbændur á svæðinu hafi lykla til að opna keðju þ.a. þeir geti athafnað sig á svæðinu.
Sett verði botnlangaskilti við Hausthústorg og hestahverfið í Æðarodda meðan lokun er í gangi.
Með þessum aðgerðum verði tryggt frekara öryggi hestamanna og annarra vegfaranda á svæðinu.
Tekið undir eftirfarandi aðgerðir:
Þrengja veg með steinum til að hindra umferð stærri bíla.
Setja keðju milli steina á tímabilinu október til og með mars.
Fjárbændur á svæðinu hafi lykla til að opna keðju þ.a. þeir geti athafnað sig á svæðinu.
Sett verði botnlangaskilti við Hausthústorg og hestahverfið í Æðarodda meðan lokun er í gangi.
Með þessum aðgerðum verði tryggt frekara öryggi hestamanna og annarra vegfaranda á svæðinu.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 10:00.