Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
Ólafur Adolfsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Ósland-Kirkjutunga (Grjótkelduflói) - landamerki / sveitarfélagamörk
2002293
Samkomulag um Grjótkelduflóa.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi drög að samkomulagi um breytt sveitarfélagamörk milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.
Erindið verði í framhaldinu sent á sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar til afgreiðslu.
Erindið verði í framhaldinu sent á sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar til afgreiðslu.
2.Aðalskipulag - endurskoðun 2021-2033
1606006
Uppfærð gögn um endurskoðun aðalskipulagsins.
Vinnslutillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Akraness var kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum m.a. með kynningarbæklingi, sem dreift var á Akranesi í desember 2021 og á almennum kynningarfundi 16. desember 2021. Skipulags- og umhverfisráð hefur í framhaldi af kynningunni gengið frá tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og leggur hana fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti og henni fylgja forsenduhefti og umhverfismatsskýrsla. Ráðið leggur til að tillagan dagsett 7. mars 2022, verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og síðan auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
„Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir breyttum sveitarfélagsmörkum milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar í landi Óslands-Kirkjutungu sem nú er innan Hvalfjarðarsveitar. Tillagan er sett fram að þessu leiti með fyrirvara um endanlegt samþykki Hvalfjarðarsveitar og staðfestingu ráðherra á breyttum sveitafélagamörkum.“
„Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir breyttum sveitarfélagsmörkum milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar í landi Óslands-Kirkjutungu sem nú er innan Hvalfjarðarsveitar. Tillagan er sett fram að þessu leiti með fyrirvara um endanlegt samþykki Hvalfjarðarsveitar og staðfestingu ráðherra á breyttum sveitafélagamörkum.“
3.Deiliskipulag Krókalón - Vesturgata 61 breyting
2202173
Umsókn um að breyta deiliskipulagi sem felst í að stækka byggingarreit fyrir bílgeymslu um 1,8m.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, en bendir á að allur kostnaður sem hlýst af breytingunni er á lóðarhafa.
4.Deiliskipulag Stofnanareitur - Brekkubraut 17 breyting
2201126
Umsókn um að breyta deiliskipulagi sem felst í að skilgreina byggingarreit fyrir bílskúr.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, en bendir á að allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.
5.Gatnagerðargjald - gjaldskrá 2022
2201198
Tillaga að breytingu á gjaldskrá.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi breytingar á gjaldskrá er varða Sementsreit og Dalbrautareit verði samþykktar.
6.Umferðaröryggi - Stillholt - Vesturgata gatnamót
2108187
Umferðaröryggi á gatnamótum Stillholts og Vesturgötu. Tillaga lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð felur Jóni Ólafssyni verkefnastjóra frekari úrvinnslu málsins m.t.t. umræðna á fundinum. Stefnt verði að bjóða út aðgerðir í umferðaröryggi á gatnamótum Stillholts og Vesturgötu, samhliða endurbótum á öðrum götum á Akranesi nú í vor.
7.Fundargerðir 2022 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga
2201057
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, um meiriháttar breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga.
Erindi lagt fram.
8.Þroskahjálp - stofnframlag
2101284
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir því við skipulags- og umhverfisráð, að skipulags- og umhverfisráð leggi til lóð fyrir uppbyggingu á fimm íbúðum fyrir fatlað fólk ásamt starfsmannaíbúð. Íbúðarhúsnæði á einni hæð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að skoðað verði með raðhúsalóð í Skógahverfi 3C, undir starfsemi Þroskahjálpar.
Ólafur Adolfsson samþykkti fundagerðina með rafrænum hætti.
Fundi slitið - kl. 19:00.