Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Eftirlitsmyndavélar við stofnanir.
2203265
Tillögur að eftirlitsmyndavélum við Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Teigasel.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gerður verði viðauki til að standa straum af kostnaði vegna kaupa og uppsetningar á eftirlitsmyndavélum við Brekkubæjarskóla, Grundaskóla og Teigasel. Áætlaður kostnaður verkefnis er um 8.millj.kr.
2.Römpum upp Ísland
2204007
Erindi um verkefnið "Römpum upp Ísland".
Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu til aðgengisfulltrúa.
3.Vogabraut - þrengingar við Fjölbrautaskóla
2204050
Erindi frá skólameistara FVA, þar sem óskað er eftir þrengingu á Vogabraut til að draga úr umferðarhraða.
Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu til verkefnastjóra gatna og opinna svæða.
4.Grundaskóli útboð verkfræðiráðgjöf
2201029
Eitt tilboð barst að loknu samkeppnisútboði. Tilboð frá Víðsjá upp á kr. 44.392.000.
Kostnaðaráætlun var 31.120.189.
Kostnaðaráætlun var 31.120.189.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri situr fundinn undir þessum lið. Verkefnastjóra falið að ganga til samninga við Víðsjá.
5.Esjubraut - Ægisbraut, notkun á auðri lóð
2204015
Notkun á auðri lóð við Esjubraut.
Skipulags- og umhverfiráð hefur móttekið erindið. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
6.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - breyting Dalbraut 8
2112207
Breyting á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna Dalbrautar 8 var auglýst frá 17. febrúar til og með 7. apríl 2022. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að koma með drög að svörum vegna athugasemda sem bárust við skipulagið.
7.Suðurgata 90 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2203232
Fyrirspurn um heimild til að byggja bílgeymslu á lóðinni allt að 60 m² að stærð. Samkvæmt deiliskipulagi Sementsreits er lóðin fullbyggð.
Skipulags- og umhverfisráð felur byggingafulltrúa, frekari vinnslu málsins.
8.Deiliskipulag Ægisbraut - Vallholt 1-3-3A fyrirspurn
2203197
Fyrirspurn um deiliskipulag á lóðunum Vallholti 1, 3 og 3A.
Skipulags- og umhverfisráð, leggur til að deiliskipulag Ægisbrautar, verði endurskoðað m.t.t. breytinga á endurskoðuðu aðalskipulagi 2021-2033 til að tryggja sem best samræmi skipulags á svæðinu í heild. Að öðru leyti vísast í greinargerð skipulagsfulltrúa.
9.Skagabraut 43 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2203231
Umsókn um að koma fyrir bílaþvottastöð á Skagabraut 43.
Erindi lagt fram til kynningar.
10.Sorphirða á Akranesi - útboð 2017 - 2022
2201179
Framlenging á samningi og endurskoðun.
Í ljósi mikilla lagabreytinga á sorpmálum, bæði hvað varðar flokkun sorps og innheimtu er sviðsstjóra falið að ræða við sorphirðuverktaka um framlengingu á núverandi sorphirðusamningi sem rennur út 1. ágúst 2022.
11.Fundargerðir 2022 - Samfélagsmiðstöð Dalbraut 8 - stýrihópur
2203032
Fundargerð 1. fundar stýrihóps um Samfélagsmiðstöð - 21. mars 2022.
Fundargerð 1, lögð fram.
12.Fundargerðir 2022 - Stýrihópur um Kalmansvelli 5 - áhaldahús, Fjöliðjuna vinnuhluta og Búkollu
2203031
Fundargerð 1. fundar stýrihóps um uppbyggingu Kalmansvöllum 5 - 4. mars 2022.
Fundargerð 2. fundar stýrihóps um uppbyggingu Kalmansvöllum 5 - 17. mars 2022.
Fundargerð 3. fundar stýrihóps um uppbyggingu Kalmansvöllum 5 - 24. mars 2022.
Fundargerð 4. fundar stýrihóps um uppbyggingu Kalmansvöllum 5 - 7. apríl 2022.
Fundargerð 2. fundar stýrihóps um uppbyggingu Kalmansvöllum 5 - 17. mars 2022.
Fundargerð 3. fundar stýrihóps um uppbyggingu Kalmansvöllum 5 - 24. mars 2022.
Fundargerð 4. fundar stýrihóps um uppbyggingu Kalmansvöllum 5 - 7. apríl 2022.
Fundargerðir 1 til 4, lagðar fram.
13.Grenndarstöðvar - staðsetning
2204096
Staðsetning grenndarstöðva á Akranesi.
Sviðsstjóra falið að kanna staðsetningu grenndarstöðva.
Fundi slitið - kl. 18:15.