Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag - Garðabraut 1
2204191
Helgi Steinar Helgason framkvæmdastjóri kynnir hugmyndir af framkvæmdum. Skipulagslýsing lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst.
2.Deiliskipulag Skógarhverfi áf. 3A - Skógarlundur 1.
2201093
Breyting á deiliskipulagi áfanga 3A Skógahverfis, breytingin felur í sér að breyta staðsetningu bílastæðis að bílskúr. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2012, frá 7. apríl til og með 7. maí 2022. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
3.Grundartún 14 - Umsókn til skipulagsfulltrúa
2203100
Umsókn um að stækka svalir og steyptan stiga að svölum. Nýr inngangur í kjallara skv. meðfylgjandi uppdráttum. Erindið var grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust og eitt samþykki.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
4.Grundaskóli - E álma (stjórnendaálma)
2203027
Grundaskóli framkvæmd í E álmu.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri og Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss sitja fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að gengið verði til samninga við Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar, varðandi framkvæmd í E álmu Grundaskóla.
Samningsupphæð er kr. 111.542.088
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að gengið verði til samninga við Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar, varðandi framkvæmd í E álmu Grundaskóla.
Samningsupphæð er kr. 111.542.088
5.Kirkjubraut 1 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2204205
Fyrirspurn um að fjarlægja bílskúr og tvær útbyggingar. Byggja nýtt anddyri og koma fyrir bílastæðum á lóð.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.
6.Jaðarsbakkar 1 - framkvæmd
2203088
Staða framkvæmda við íþróttahús.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri og Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss sitja fundinn undir þessum dagskrárlið og kynntu stöðu framkvæmda við Jaðarsbakka.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar verkefnastjóra góða kynningu.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar verkefnastjóra góða kynningu.
7.Götulýsing - orkukaup
2202022
Uppsögn á þjónustusamningi við Orku náttúrunnar.
Skipulags- og umhverfisráð, leggur til að eftirfarandi verði boðið út:
Útskipting lampa í götulýsingu yfir í led ljós.
Viðhald og rekstur gatnalýsingar.
Orkukaup gatnalýsingar og stofnana Akraneskaupstaðar.
Samningi við ON varðandi gatnalýsing, dagsettur 1. apríl 2014, verði sagt upp,
samanber ofangreint.
Samið verði við Liska ehf., um gerð útboðsgagna og umsjón með útboðinu á grunni meðfylgjandi samnings. Samningsupphæð um kr.5.000.000, m.vsk.
Útskipting lampa í götulýsingu yfir í led ljós.
Viðhald og rekstur gatnalýsingar.
Orkukaup gatnalýsingar og stofnana Akraneskaupstaðar.
Samningi við ON varðandi gatnalýsing, dagsettur 1. apríl 2014, verði sagt upp,
samanber ofangreint.
Samið verði við Liska ehf., um gerð útboðsgagna og umsjón með útboðinu á grunni meðfylgjandi samnings. Samningsupphæð um kr.5.000.000, m.vsk.
8.Skógarhverfi áfangi 3C og 5 - gatnagerð framkvæmdaleyfi
2205046
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í Skógarhverfi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar í Skógahverfi 3C og 5, skv. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
9.Æðaroddi 42, 44 - lóðamál
2204141
Umsókn um að fá lánaðar lóðir við Æðaodda 42 og 44 til beitar.
Skipulags- og umhverfisráð, felur stjórn Hestamannafélagsins Dreyra úthlutun beitarlands þ.m.t óbyggðar lóðir í Æðarodda.
Bent er á að viðkomandi lóðir eru til úthlutunar undir hesthús. Verði óbyggðar lóðir heimilaðar til beitar skal um það gerður sérstakur samningur, milli Dreyra og Akraneskaupstaðar. Þess skal gætt að Akraneskaupstaður geti tekið viðkomandi lóðir til sín án fyrirvara og án kostnaðar.
Bent er á að viðkomandi lóðir eru til úthlutunar undir hesthús. Verði óbyggðar lóðir heimilaðar til beitar skal um það gerður sérstakur samningur, milli Dreyra og Akraneskaupstaðar. Þess skal gætt að Akraneskaupstaður geti tekið viðkomandi lóðir til sín án fyrirvara og án kostnaðar.
Fundi slitið - kl. 18:15.