Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Vesturgata 81 breyting úti pallur frá 2. hæð - umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1
2205072
Umsókn um byggingarleyfi á 60 m² svölum.
2.Deiliskipulag Akratorgsreits - Laugarbraut 23
2204136
Grenndarkynnt var viðbygging við Laugarbraut 23, þar sem byggt hæð ofan á eldri hluta hússins. Nýtingarhlutfall breytist úr 0,24 í 0,31.
Erindið var grenndarkynnt frá 25. apríl til og með 25. maí 2022. Engar athugasemdir bárust.
Erindið var grenndarkynnt frá 25. apríl til og með 25. maí 2022. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreyting skv. grenndarkynningu verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B deild Stjórnartíðinda.
3.Deiliskipulag Krókalón - Vesturgata 61 breyting
2202173
Umsókn um að stækka byggingarreit um 1 m til norðvesturs, nýtingarhlutfall hækkar úr 1,22 í 1,23.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til erindið verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði fyrir Vesturgötu 59A, Vesturgötu 59, Vesturgötu 63 og Vesturgötu 63A.
4.Deiliskipulag Sementsreitur - Sementsbraut 13 sameinig lóða
2206045
Deiliskipulagsbreyting felst í sameiningu á lóðum C1-C2 í eina lóð og D1-D4 í eina lóð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og fái málsmeðferð skv. 3. mgr. 44. gr., skipulagslaga nr. 123/2010, enda varði breytingin ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.
5.Deiliskipulag Arnardalsreit - Skagabraut 43 - breyting bílaþvottastöð
2203231
Tillaga að breytingu á Deiliskipulagi Arnardalsreits, þar sem gerður er byggingarreitur fyrir bílaþvottastöð.
Byggingarfulltrúi víkur af fundi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum við Háholt 32, Skagabraut 39 og 41.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum við Háholt 32, Skagabraut 39 og 41.
6.Grunnskólalóðir - endurgerð (Brekkubæjarskóli - Grundaskóli)
2104149
Endurgerð lóða við Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.
Björn Breiðfjörð Gíslason situr fundinn undir þessum lið.
Verkið var boðið út, engin tilboð bárust.
Farið var í samningaviðræður við Bergþór ehf, varðandi verkefnið. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi samning við Bergþór ehf., um hluta verksins. Starfsmenn Akraneskaupstaðar munu sjá um gróðursetningu á lóðunum.
Samningsfjárhæð er kr. 37.116.300.
Verkið var boðið út, engin tilboð bárust.
Farið var í samningaviðræður við Bergþór ehf, varðandi verkefnið. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi samning við Bergþór ehf., um hluta verksins. Starfsmenn Akraneskaupstaðar munu sjá um gróðursetningu á lóðunum.
Samningsfjárhæð er kr. 37.116.300.
7.Sorphirða á Akranesi - útboð 2017 - 2022
2201179
Framlenging á samningi um sorphirðu.
Björn Breiðfjörð Gíslason, verkefnastjóri fer yfir stöðu mála.
8.Innanbæjarstrætó - útboð
2206073
Opnuð voru tilboð í "Strætisvagnar á Akranesi 2022 -2029, föstudaginn 27. maí 2022.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar kr. 307.125.000
Skagaverk kr. 317.961.490
Vestfirskar ævintýraferðir kr. 467.425.000
Kostnaðaráætlun kr. 300.000.000
Eftirfarandi tilboð bárust:
Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar kr. 307.125.000
Skagaverk kr. 317.961.490
Vestfirskar ævintýraferðir kr. 467.425.000
Kostnaðaráætlun kr. 300.000.000
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda.
9.Götur endurgerð 2022
2206126
Viðhald gatna 2022
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:
Emkan ehf., kr. 124.200.400
Þróttur ehf., kr. 129.193.800
Kostnaðaráætlun kr. 95.297.000
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Emkan ehf., kr. 124.200.400
Þróttur ehf., kr. 129.193.800
Kostnaðaráætlun kr. 95.297.000
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Skiplags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa frekari vinnslu málsins.