Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Vesturgata 81 breyting úti pallur frá 2. hæð - umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1
2205072
Umsókn eigenda á Vesturgötu 81 um að byggja svalir út frá 2. hæð.
2.Breið - hugmyndasamkeppni
2106162
Kynning á hugmyndasamkeppni á Breið.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, kynnti niðurstöður í Breið hugmyndasamkeppni.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar bæjarstjóra góða kynningu og lýsir yfir mikilli ánægju með góðar tillögur sem bárust.
Ráðið vil koma á framfæri þökkum til dómnefndar og Breiðar þróunarfélags. Sérstakar þakkir eru færðar til Brims hf. fyrir þeirra framlag en þess skal getið að Brim greiddi allt verðlaunafé í samkeppninni, samtals 25 m.kr.
Skipulags- og umhverfisráð felur bæjarstjóra frekari vinnslu málsins í samvinnu við Breið þróunarfélag og Brim.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar bæjarstjóra góða kynningu og lýsir yfir mikilli ánægju með góðar tillögur sem bárust.
Ráðið vil koma á framfæri þökkum til dómnefndar og Breiðar þróunarfélags. Sérstakar þakkir eru færðar til Brims hf. fyrir þeirra framlag en þess skal getið að Brim greiddi allt verðlaunafé í samkeppninni, samtals 25 m.kr.
Skipulags- og umhverfisráð felur bæjarstjóra frekari vinnslu málsins í samvinnu við Breið þróunarfélag og Brim.
3.Þroskahjálp - stofnframlag
2101284
Á 183. fundi velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn var þann 22. júní 2022 var tekið fyrir málið Þroskahjálp - stofnframlag nr. 2101284.
Þroskahjálp hefur fengið samþykkt stofnframlag vegna umsóknar um uppbyggingu á íbúðum ætlaðar fötluðu fólki ásamt viðbótarrými. Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á 1348. fundi sínum þann 8. mars 2022 að raungera fyrri yfirlýsingu og samþykkir fyrir sitt leyti að Þroskahjálp sæki um stofnframlag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Akranesi á íbúðum fyrir fatlað fólk.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir upplýsingum frá skipulags- og umhverfisráði um lóð fyrir fyrirhugaða uppbyggingu á íbúðum fyrir fatlað fólk.
Þroskahjálp hefur fengið samþykkt stofnframlag vegna umsóknar um uppbyggingu á íbúðum ætlaðar fötluðu fólki ásamt viðbótarrými. Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á 1348. fundi sínum þann 8. mars 2022 að raungera fyrri yfirlýsingu og samþykkir fyrir sitt leyti að Þroskahjálp sæki um stofnframlag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Akranesi á íbúðum fyrir fatlað fólk.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir upplýsingum frá skipulags- og umhverfisráði um lóð fyrir fyrirhugaða uppbyggingu á íbúðum fyrir fatlað fólk.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna tillögu að staðsetningu á lóð undir íbúðakjarna fyrir fatlað fólk.
4.Sorphirða á Akranesi - framlenging 2022-2023
2206209
Fyrirhuguð lagabreyting á sorpmálum sveitarfélaga sem tekur gildi um næstu áramót.
Björn Breiðfjörð Gíslason verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Björn Breiðfjörð Gíslason verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Umræður um þau skref sem Akraneskaupstaður þarf bregðast við m.a. lífræn flokkun heimila sem er löngu orðin tímabær og í takt við Umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráðs þakkar Birni fyrir yfirferðina og er honum falið ásamt sviðsstjóra að greina enn frekar rekstrarleg áhrif breytinganna ásamt því að koma með tillögu og verðkönnun á tunnuvali fyrir heimili og fyrirtæki á Akranesi.
Skipulags- og umhverfisráðs þakkar Birni fyrir yfirferðina og er honum falið ásamt sviðsstjóra að greina enn frekar rekstrarleg áhrif breytinganna ásamt því að koma með tillögu og verðkönnun á tunnuvali fyrir heimili og fyrirtæki á Akranesi.
Fundi slitið - kl. 19:50.
Byggingafulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.