Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

244. fundur 05. september 2022 kl. 18:00 - 19:50 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Betra Ísland - kynning

2209027

Kynning betra Akranes, sem felst í aukinn lýðræðislegri þátttöku íbúa um uppbyggingu á Akranesi.
https://stafraen.sveitarfelog.is/spjallstofur/betra-island/
Björn B. Gíslason verkefnastjóri og Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri tóku sæti í fundinum undir þessum lið.

Róbert Bjarnason fyrir hönd Betra Ísland kynnti lausn fyrir skipulags- og umhverfisráð sem stuðlar að aukinni lýðsræðislegri þátttöku íbúa Akraness til ákvörðunartöku ýmissa verkefna.
Ráðið þakkar Róberti fyrir áhugaverða og góða kynningu.

Ráðið felur sviðsstjóra og starfsmönnum sem sátu undir þessum fundarlið að skoða betur framkvæmdarþáttinn og verður málið tekið fyrir aftur á næsta fundi ráðsins.

2.Kirkjubraut 2 - breyting í 2 íbúðir - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2

2205083

Óskað er eftir að breyta íbúð á 4.hæð í tvær íbúðir.
Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að afla frekari gagna um málið. Stefnt verði síðan að því að taka það inn á næsta fundi ráðsins.

3.Akralundur 28 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2209014

Umsókn um að breyta deiliskipulagi Skógarhverfis áfangi 3A, vegna lóðar nr. 28 við Akralund. Breytingin felst í að breyta nýtingarhlutfalli lóðarinnar úr 0,35 í 0,40, engin breyting er gerð á byggingarreit.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum að Akralundi 30, 33 og 43, ásamt Skógarlundi 2.

Fundi slitið - kl. 19:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00