Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

246. fundur 26. september 2022 kl. 17:00 - 21:10 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag - Garðabraut 1

2204191

Fulltrúar Bestla koma á fundinn og leggja fram niðurstöðu vindgreiningar, sem gerð er af ÖRUGG verkfræðistofu.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fulltrúum Bestla fyrir komuna og Herði Páli Steinarssyni verkfræðingi frá ÖRUGG greinargóða kynningu.

Ráðið mun fjalla um málið á næsta fundi skipulags- og umhverfisráðs.

2.Umhverfisviðurkenningar 2022

2209004

Tillögur að umhverfisviðurkenningu fyrir árið 2022.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Jóni Sverrissyni fyrir greinagóða kynningu á tillögum um umhverfisviðurkenningu Akraness ársins 2022.

3.Brekkubæjarskóli - endurbætur 1. hæðar

2203198

Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri og Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss kynna framkvæmdir á 1. hæð í Brekkubæjarskóla.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Ásbirni Egilssyni og Alfreð fyrir greinargóða kynningu. Ásbjörn víkur af fundi eftir þennan fundarlið.

4.Félagslegt leiguhúsnæði kaup og sala

2105073

Erindi velferðar- og mannréttindaráðs, sem vísað var til skipulags- og umhverfisráðs. Lagt er til að íbúð á Akursbraut 9, fasteignanúmer 2271747 verði seld (ásamt þeim eignum sem áður var búið að samþykkja söluferli á). Ráðið leggur áherslu á að keyptar verði íbúðir með aðgengi fyrir alla.
Erindi velferðar- og mannréttindaráðs, sem vísað var til skipulags- og umhverfisráðs. Lagt er til að íbúð á Akursbraut 9, fasteignanúmer 2271747 verði seld (ásamt þeim eignum sem áður var búið að samþykkja söluferli á). Ráðið leggur áherslu á að keyptar verði íbúðir með aðgengi fyrir alla.

Alfreð Þór Alfreðsson víkur af fundi eftir þennan fundarlið.

5.Innanbæjarstrætó - 2022 - 2029

2206072

Björn Breiðfjörð Gíslason verkefnastjóri kynnir akstursleið frístundastrætó og kostnaðaraukningu ársins 2022 við að strætóinn fari fyrr í notkun.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samþykkja kostnaðaraukningu samtals kr. 5.600.000 vegna ársins 2022. Stefnt að nýta núverandi strætisvagn sem frístundastrætó og annan vagn úr flota Hópferðabíla Reynis í almenningsstrætó þangað til að nýir vagnar koma til landsins í ársbyrjun.

6.Þjónustugjaldskrá - breyting

2205006

Tillögur að breytingu á gjaldskrá Akraneskaupstaðar fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld.
Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi fór yfir tillögur að breytingum á þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingarmála. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og umhverfissviði að vinna málið áfram.

7.Deiliskipulag Smiðjuvellir - breyting Smiðjuvellir 4

2207119

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla vegna breytinga á lóð Smiðjuvalla 4, sem felst í breyta nýtingahlutfalli úr 0,5 í 0,52 og fjarlægð byggingareits við Esjubraut verður 8 m í stað 10 m.

Breytingin var grenndarkynnt frá 3. ágúst til og með 2. september 2022.

Ein athugasemd barst.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að leggja fram drög að greinargerð um framkomna athugasemd.

8.Deiliskipulag Flóahverfi - sameining lóða Lækjarflói 5, 7 og Nesflói 2.

2209140

Umsókn um að breyta deiliskipulagi Flóahverfis sem felst í að sameina lóðirnar við Lækjarflóa 5, 7 og Nesflóa 2.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir Lækjarflóa 1, 9, 20 og Nesflóa 1.

9.Deiliskipulag Flóahverfi - sameining lóða Nesflói 1 - Lækjarflói 9

2209196

Umsókn um að breyta deiliskipulagi Flóahverfis sem felst í að sameina lóðirnar við Nesflóa 1 og Lækjarflóa 9.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir Lækjarflóa 7, 20, 22, 11 og Nesflóa 2.

10.Deiliskipulag Skógarhverfi áf. 3A - Skógarlundur 4, breyting

2205011

Umsókn um að breyta deiliskipulagi Skógarhverfis áf. 3A, vegna Skógarlundar 4. Breytingin felst í að hækka nýtingahlutfall lóðar úr 0,35 í 0,39 og heimilt verður að hluti byggingar verður á tveimur hæðum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir Akralundi 28, 30 og Skógarlundi 1, 3 og 6.

11.Jaðarsbakkar - skipulag íþróttasvæðis

2208121

Minnisblað frá stjórnum Íþróttabandalags Akraness og Knattspyrnufélagi ÍA.

Bæjarráð þakkaði á fundi sínum þann 25. ágúst síðastliðinn fyrir framkomið minnisblað um skipulagsmál á Jaðarsbökkum frá stjórnum ÍA og KFÍA.

Bæjarráð áréttaði mikilvægi þess að horft sé til heildarskipulags svæðisins og framtíðaruppbyggingar þegar kemur að íþróttamannvirkjum.

Málinu er vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir með bæjarráði að mikilvægt sé að horfa til heildarskipulags svæðisins og framtíðaruppbyggingar þegar kemur að íþróttamannvirkjum. Ráðið færir stjórn Íþróttabandalags Akraness og Knattspyrnufélags ÍA þakkir fyrir vel unnið og skýrt minniblaðið sem veitir góða yfirsýn á framtíðarsýn félagsins sem mun nýtast vel við skipulagsvinnu svæðisins þegar sú vinna hefst. Ráðið áréttar mikilvægi þess að vinna skipulagið í góðri samvinnu þegar að því kemur.

12.Grasvöllur ÍA á Jaðarsbökkum - vökvunarkerfi

2208122

Skýrsla um grasvallasvæði ÍA.

Verðtilboð Flux í vökvunarkerfi fyrir knattspyrnuvöllinn á Akranesi.

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir frekari gögnum um málið.

13.Jaðarsbakkar - útisvæði verkefni

2209173

Minnisblað um forgangsóskir Knattspyrnufélags ÍA í tengslum við mannvirkjamál vegna fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar og vísað til fjárhagsáætlunar 2023.

14.Landsbyggðarstígur

2209255

Sædís Sigurmundsdóttir verður með stutta kynningu á Landsbyggðarstíg.
Svohljóðandi tillaga er lögð fram:
„Ein af áherslum Framsóknar og frjálsra í kosningum 2022 var að skoða möguleika á skipulagi og uppbyggingu Landsbyggðastígs milli Akraness og Hvalfjarðarsveitar í samvinnu við nágrannasveitarfélagið okkar og Vegagerðina. Við teljum að slíkur stígur ætti að ná hringinn í kringum Akrafjall með góðri tengingu við Melahverfið og Grundartanga. Stígur af þessum toga eykur gæði og notkunarmöguleika í umhverfinu sem umlykur sveitarfélögin tvö. Stígurinn ætti að vera fyrir gangandi- og hjólandi vegfarendur ásamt reiðstíg. Áhersla á aukna útvistarmöguleika og bætt lífsgæði íbúanna er grunnforsenda að fólk vilja búa í okkar sveitarfélagi og landshluta og mun þessi framkvæmd styðja við slíka áherslu.
Við teljum að farsælasta byrjunin sé að fela sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að opna á formlegar viðræður við Hvalfjarðarsveit og Vegagerðina um málefnið.

Fyrir hönd fulltrúa Framsóknar og frjálsra,
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir“

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framkomna tillögu.

Fundi slitið - kl. 21:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00