Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

252. fundur 05. desember 2022 kl. 17:00 - 21:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Kalmansvellir 5 - áhaldahús, Fjöliðja vinnuhluti og Búkolla - Uppbygging á húsnæði

2201071

Tillaga, myndir og kostnaðarmat frá 25.11.sl. kynnt
Einar Brandsson, Alfreð Alfreðsson og Ásbjörn Egilsson sátu fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir góða kynningu. Óskar eftir því að málið komi á ný til umfjöllunar eftir frekari vinnu starfshóps.

2.Þjónustugjaldskrá - breyting

2205006

Tillaga að breytingu á þjónustugjaldskrá.
Karl Jóhann Haagensen sat fundinn undir þessum lið.

Tillaga að breyttri gjaldskrá lögð fram til kynningar. Byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.

3.Uppbygging við Jaðarsbakka

2211263

Bæjarráð tók fyrir erindi Ísoldar Fasteignafélags um mögulega uppbyggingu á Jaðarsbökkum sem og erindi Íþróttabandalags ÍA og Knattspyrnufélags ÍA á fundi sínum þann 1. desember síðastliðnum.

Bæjarráð tók jákvætt í erindið sem fer nú til frekari stjórnsýslulegrar meðferðar í viðeigandi fagráðum Akraneskaupstaðar.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisráð fagnar framkomnum hugmyndum um uppbyggingu íþróttamannvirkja og heilsutengdrar ferðaþjónustu við Jaðarsbakka. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gerð verði viljayfirlýsing við málsaðila varðandi uppbyggingu á svæðinu.

4.Framkvæmdaleyfi - Stækkun aðalhafnargarðs

2211256

Umsókn Faxaflóahafna um endurnýjun á framkvæmdarleyfi vegna endurbóta á aðalhafnargarði, felur í sér gerð nýs hafnarbakka (framlenging) með um 220 metra viðlegu (90 metra lenging á núverandi bakka) með um 11 metra dýpi. Dýpkun á snúningssvæði innan hafnar. Snúningssvæði með um 120 metra þvermáli og dýpi 10 metra. Dýpkun á snúningssvæði utan hafnarmynnis. Snúningssvæði um 180 metra þvermáli og dýpi 11 metra. Lengingu á brimvarnargarði um allt að 60 metra. Öldudeyfingu á milli aðalhafnargarðs og bátabryggju. Leyfi fyrir framkvæmdinni var áður samþykkt á fundi nefndarinnar þann 30.09.2019.
Framkvæmdaleyfið fellur undir lög um umhverfismat í flokki B. Tilkynningarskyldu. Óskað var eftir áliti Skipulagsstofnunar. Ákvörðunarorð Skipulagsstofnunar um matskyldu dagsett 26.9.2018 eru: „Á grundvelli fyrirliggjandi gagna og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að endurbætur á aðalhafnargarði Akraneshafnar, séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum“

Hin umsótta framkvæmd er í samræmi við þá lýsingu sem lýst er í tilkynningu til Skipulagsstofnunar og er í samræmi við aðalskipulag og deiliskipulag svæðisins. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veita hið umsótta framkvæmdaleyfi að nýju með þeim fyrirvörum sem fram koma í deiliskipulagi, umsókn og lýsingu á framkvæmdinni og að birta auglýsingu um útgáfu leyfisins skv. 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

5.Breið - hugmyndasamkeppni

2106162

Áframhaldandi umræður um skipulagsvinnu á Breiðinni
Skipulags- og umhverfisráð fór yfir drög að greinargerð um áherslur ráðsins sem snúa að skipulagsvinnu á Breiðinni. Áfram verður unnið að greinargerðinni á næstu fundum.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00