Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Miðbær Akraness
2212058
Málefni miðbæjar Akraness. Fulltrúar Miðbæjarsamtakanna Akratorgs tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Önnu Guðrúnu, Ólafi Páli og Bjarnheiði fyrir kynningu á samtökunum og góðar umræður. Ráðið mun kappkosta að eiga gott og uppbyggilegt samstarf við samtökin.
2.Fasteignaviðhald 2022 - eignasjóður
2212057
Viðhaldsverkefni árins 2023 kynnt af Ásbirni Egilissyni og Alfreð Alfreðssyni.
Farið yfir áætlun viðhaldsverkefna 2023. Ráðið þakkar Ásbirni og Alfreð fyrir góða kynningu.
Ásbjörn og Alfreð víkja af fundi.
Ásbjörn og Alfreð víkja af fundi.
3.Suðurgata 34 bílskúr breyting í gestahús - umsókn um byggingarleyfi.
2205137
Umsókn Lón Fasteigna ehf. um að breyta bílskúr í íbúð. Húsnæði er á óskipulögðu svæði.
Breytingin var grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 frá 9. nóvember til og með 8. desember 2022.
Engar athugasemdir bárust.
Breytingin var grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 frá 9. nóvember til og með 8. desember 2022.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áfrom um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu og minnisblað skipulagsfulltrúa.
4.Samþykkt um hænsnahald á Akranesi
2211193
Hænsnahald á Akranesi.
Steinar Adolfsson sat fundinn undir þessum lið.
Steinar Adolfsson sat fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir reglurnar um hæsnahald á Akranesi með tilteknum athugasemndum varðandi 1.gr.
Steinar Adolfsson víkur af fundi.
Steinar Adolfsson víkur af fundi.
Næsti fundur Skipulags- og umhverfisráðs verður haldinn 5. Janúar 2023.
Fundi slitið - kl. 20:30.