Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

257. fundur 30. janúar 2023 kl. 17:00 - 21:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
  • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
  • Björn Breiðfjörð Gíslason verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Laufið

2301264

Kynning á starfsemi Laufsins.

Um Laufið:
Laufið er hagnýt verkfærakista sem hefur þann mikilvæga tilgang að stuðla að og ýta undir sjálfbæra þróun opinberra stofnanna og fyrirtækja.
Uppbygging og lausnaleit Laufsins hefur tekið rúm tvö ár og hefur verkefnið verið unnið í nánu samstarfi við Umhverfisráðuneyti og Umhverfisstofnun.

Heimasíða: https://www.laufid.is/
Upplýsingasíða: https://www.info.laufid.is/
Magnús Jónatansson kynnti hugmyndafræði Laufsins.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Magnúsi góða kynningu.

Magnús Jónatansson, vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

2.Betra Ísland

2209027

Fyrsta verkefnið í íbúasamráð í gegnum lausn Íbúa ses (Betra Ísland), skipulag verkefnis, reglur um kosningar, kynningarmál o.fl.
Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri og Sigrún Ágústa Helgudóttir verkefnastjóri fóru yfir stöðu verkefnisins.

Valdís kynnti minnisblað varðandi verkefnið og reglurnar sem gilda við kosningu. Sigrún kynnti efni frá auglýsingastofunni Sahara varðandi kynningu á verkefninu.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Valdísi og Sigrúnu góða kynningu.

Valdís Eyjólfsdóttir og Sigrún Ágústa Helgudóttir véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.

3.Brekkubæjarskóli - endurbætur 1. hæðar

2203198

Farið yfir opnun tilboða í verkfræðihönnun fyrir Brekkubæjarskóla.
Ásbjörn Egilsson, verkefnastjóri fór yfir útboðsferlið.

Eftirfarandi tilboð bárust:


Lota, kr. 55.217.200,-
Verkfræðistofan Víðsjá ehf, kr. 41.409.000,-

Kostnaðaráætlun verkkaupa var kr. 30.800.000,-

Skipulags- og umhverfisráð ákveður að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfi Ríkiskaupa.

Ásbjörn Egilsson, verkefnastjóri vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

4.Jaðarsbakkar 1 skilti - fyrirspurn til byggingarfulltrúa

2210059

Knattskyrnudeild ÍA óskar eftir að setja upp skilti á stúkuna.

Aðilar máls hafa kynnt hugmynd sína, þ.e. útskýrt hana betur fyrir fulltrúum í skipulags- og umhverfisráði og því verður málið tekið fyrir að nýju.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið. Uppsetning og útlit skilta skal vera í samráði við ráðið.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00